fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Alþjóðadagur móðurmálsins á morgun í Veröld – húsi Vigdísar

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun (21. febrúar) verður haldið upp á alþjóðadag móðurmálsins í Veröld – húsi Vigdísar. Einkunnarorð alþjóðadags móðurmálsins í ár snúast um að viðhalda fjölbreytni tungumála og ýta undir fjöltyngi, sem eru einnig meginmarkmið Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar.

Haldið verður upp á daginn með áhugaverðu málþingi: „Orðabækur: Fjölbreytni tungumála, fjöltyngi og þýðingar“ þar sem rætt verður um mikilvægi orðabóka fyrir tungumálafjölbreytni og til að byggja brýr á milli menningarheima.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og fulltrúar margra mikilvægustu stofnana á þessum sviðum, bæði á Íslandi og í Evrópu almennt, verða á staðnum og taka þátt í málþinginu. Með málþinginu er einnig haldið upp á komu einstaks safns orðabóka og tímarita til landsins, en líklega er um eitt stærsta safn orðabóka í heiminum að ræða. Safnið verður varðveitt í Veröld. Að málþinginu loknu verður haldin móttaka og gestum gefst kostur á því að skoða orðabókasafnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“