Ungverskur forsætisráðherra líkir innflytjendum við inflúensu.
Forseti Bandaríkjanna finnur sér skálkaskjól í því að lögregla í landinu hafi verið of upptekin við að rannsaka hann til að taka eftir fjöldamorðingja í Flórida.
Pólskur ráðherra segir að gyðingum sé líka sjálfum um að kenna að þeir voru myrtir í helförinni.
Silvio Berlusconi er aftur kominn á kreik á Ítalíu og fær sennilega mest fylgi allra í kosningum, aðferð hans núna er að hafa í hótunum við innflytjendur.
Forsætisráðherra Ísraels, sem er í vandræðum vegna spillingarmála, hefur uppi stór orð um að fara í styrjöld við Íran.
Þessir freku og andstyggilegu karlar eru fréttaefni helgarinnar.
En hér er að finna eitthvað sem vekur með manni von og bjartsýni – og það er ungt fólk sem tekur til sinna ráða gegn freku körlunum.