fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Smári McCarthy skólar Ásmund til: Segir þingmannsstarfið ekki snúast um keyrslu og kaffistofuröfl

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy, þingmaður Pírata

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er einn fjölmargra sem hafa gagnrýnt frammistöðu Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Kastljósinu í gær. Smári skrifar á Facebooksíðu sína að hann hafi meiri áhuga á að vera skilvirkur í sínum störfum, heldur en að vera popúlisti:

„Nú vill svo til að ég er þingmaður Suðurkjördæmis, en bý einmitt í 101 Reykjavík. Hvers vegna get ég ekki drullast til að búa í kjördæminu, kunna einhverjir að spyrja sig? Svarið er einfalt: ef valið stendur milli þess að keyra í 2 tíma á dag, eða að vinna 2 tímum lengur, þá geri ég það síðarnefnda. Ég hef meiri áhuga á því að vera skilvirkur í störfum mínum fyrir Suðurkjördæmi og fyrir Ísland heldur en að vera popúlisti.“

 

Þá segir Smári að þingmannsstarfið snúist ekki um að keyra í hringi, þamba kaffi og röfla á kaffistofum, heldur að lesa tillögur og umsagnir. Það sé ekki gert undir stýri:

„Það er vissulega rétt að það er mikilvægt að vera í kjördæminu og hitta fólk, og ég geri það þegar ég get (eins og síðustu daga, til dæmis); og ég reyni jafnframt að gera mig aðgengilegan fyrir fólk í kjördæminu sem vill ná tali af mér…-/- Ég dreg það hins vegar í efa að það sé eitthvað tiltekið gagn af því að gera ekkert nema að keyra í hringi í kjördæminu, þambandi kaffi og röflandi á kaffistofum ─ sér í lagi á kostnað almennings!

Þingmannsstarfið snýst fyrst og fremst um að lesa tillögur og umsagnir og skilja málefnin til hlýtar, og það er afar hættulegt að lesa undir stýri. Í stað þess að rúnta milli staða takandi í spaðann á fólki og lofandi því upp í ermina á mér allskonar reyni ég frekar að vinna vinnuna mína, sitjandi á skrifstofu minni heima eða, oftar, niðri í Vonarstræti 8 (skrifstofur þingmanna Pírata), svo ég geti sinnt starfinu mínu eins vel og mögulegt er. Þegar einhverjir vilja koma athugasemdum varðandi mál á framfæri munnlega skal ég glaður taka símtal eða bjóða þeim í kaffi á þinginu, eða jú ég get líka sest upp í bíl og rúntað til þeirra til að taka spjallið.“

Að lokum vitnar Smári síðan í rottu-ummæli Ásmundar, sem virðast á góðri leið með að verða að einskonar tískufyrirbrigði:

„En ef þessi nálgun gerir mig að 101-rottu, þá skal ég glaður taka þann skell. Svo getum við rætt það síðar hvort ég hafi raunverulega unnið vinnuna mína verr eða betur en sírúntandi þingmaðurinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni