fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Sakar borgarstjóra um dónaskap varðandi Íslandsbankahúsið – „Þetta lyktar af einhverri pólitík“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örnólfur Hall, arkitekt og annar höfundur Íslandsbankahússins á Kirkjusandi, er ósáttur við framferði Dags B. Eggertssonar borgarstjóra varðandi framtíð hússins. Dagur lét teikna hugmyndir um endurgerð hússins í upprunalegri mynd og kynnti þær á íbúafundi í síðustu viku, án þess að hafa samráð við Örnólf eða Ormar Þór Guðmundsson, sem hönnuðu húsið fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga árið 1988. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Íslandsbanki flutti úr húsinu á síðasta ári, en húsið er mikið skemmt. Örnólfur segir við Morgunblaðið að það séu óvönduð vinnubrögð af hálfu borgarstjóra og arkitektasofunni Kurt og Pí, sem gerði nýju teikningarnar, að hafa hvorki samband við bankann né fyrri hönnuði hússins:

„Þetta lyktar af einhverri pólitík. Okkur finnst þetta svakalegur dónaskapur bæði hjá borgarstjóra og hjá þessum drengjum hjá Kurt og Pí,“

segir Örnólfur, en samkvæmt Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka, er framtíð hússins á Krikjusandi óráðin hvað bankann varðar.

Örnólfur segist hinsvegar hafa fengið þau skilaboð frá bankanum að engin áform séu uppi um að rífa húsið og jafnvel komi til greina að ráðast í viðgerðir á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni