fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Ef hefðu verið átta hryðjuverkaárásir á þessu ári…

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byssuárásin í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Florida var sú áttunda í röðinni á þessu ári. Það eru liðnir 45 dagar af árinu. Ég endurtek, sú áttunda á skóla. Börn og ungmenni í Bandaríkjunum þurfa að sæta því að fara á stöðugar æfingar þar sem er farið yfir viðbrögð við byssumönnum sem ráðast á nemendur – með það yfirleitt fyrir augunum að drepa sem flesta. Þeim er kennt hverju eigi að henda í ódæðismenn – til að reyna á síðustu stund að bjarga lífi sínu.

Ef hefðu verið átta hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum á þessu ári væri allt vitlaust. Stjórnkerfið væri gjörsamlega komið á hvolf. Líklega væri búið að skerða borgaraleg réttindi talsvert. Kannski væri byrjað stríð á erlendri grund. En viðbrögð bandarískra stjórnmálamanna við fjöldamorðum í skólum eru helst þau að fólk eigi að fara með bænirnar sínar.

 

 

Unglingurinn sem drap að minnsta kosti sautján samnemendur sína var vopnaður AR-15 hríðskotabyssu. Þetta er sama vopn og hefur verið notað í ýmsum skotárásum, í Sutherland Springs kirkjunni í Texas í nóvember og í Las Vegas mánuði fyrr. Í fyrrnefndu árásinni dóu 26, í þeirri síðarnefndu 58. Mikill fjöldi særðist eða örkumlaðist. Hvernig í ósköpunum getur unglingspiltur náð sér í svona vopn?

 

Frelsið til byssueignar í Bandaríkjunum finnst manni vera algjör fjarstæða. Þegar stjórnarskráin var samin voru byssurnar framhlaðningar. Nú er um að ræða vopn sem geta drepið tugi manna á örskotsstundu. Og það hlýtur að vera ömurlegt fyrir foreldra að geta ekki verið vissir um öryggi barna í skólum andspænis slíku brjálæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins