fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Andrés Ingi opnar bókhaldið og upplýsir um endurgreiðslur ferðakostnaðar

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Ingi Jónsson

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birtir á Facebook síðu sinni bókhaldsgögn um endurgreiðslur frá Alþingi vegna ferðakostnaðar hans innanlands á árinu 2017. Upphæðin er tæpar 300.000 krónur vegna fimm viðburða. Andrés Ingi segir sjálfsagt að útgjöldin verði opinber líkt og til standi að hálfu Alþingis:

„Umræðan um starfskostnað þingmanna undanfarna daga er af hinu góða. Ef þingmenn eiga að sinna starfinu af þeim metnaði sem það á skilið, þá kostar það pening. Við eigum að sinna landinu öllu, hitta fólk á ólíkum stöðum, þiggja boð á ráðstefnur og halda opna fundi. En á móti er sjálfsagt að þau útgjöld séu birt opinberlega og vonandi að fundin verði samræmd leið til þess á vegum Alþingis sem fyrst.

Ég safnaði saman þeim ferðakostnaði sem ég sjálfur hef fengið endurgreiddan síðastliðið ár – fyrsta árið mitt sem þingmaður – og sé að það voru rétt um 300 þúsund krónur vegna fimm viðburða. Sundurliðun á endurgreiðslunum fylgir hér að neðan, þannig að fólk geti skoðað. Flóknara þarf þetta ekki að vera!“

Hér má sjá sundurliðun á ferðum Andrésar og kostnað: Yfirlit um endurgreiðslur

Hvort aðrir þingmenn fylgi í fótspor Andrésar verður fróðlegt að sjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni