fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Brynjar baunar á verkalýðshreyfinguna og Gunnar Smára

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, virðist ekki hrifinn af þeirri verkalýðsvofu sem nú gengur ljósum logum um landið, í formi Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, Sólveigar Önnu Jónsdóttur formannsframbjóðanda Eflingar og Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokks Íslands. Brynjar nafngreinir að vísu engan í færslu sinni, en ljóst er við hverja er átt.

Í færslu sinni á Facebook skrifar Brynjar:

„Í öllum frjálsum ríkjum eru launþegahreyfingar afar mikilvægar. Nauðsynlegt er að þar sé í forsvari ábyrgt fólk, sem skilur að forsenda bættra kjara sé öflugt og samkeppnishæft atvinnulíf. Nú um stundir er að gera sig gildandi í þessum hreyfingum fólk sem kannast ekkert við fordæmalausa kaupmáttaraukningu almennings og telur að stöðugleiki gagnist bara auðvaldinu. Er nú verið að dusta rykið af gamaldags verkalýðspólitík, sem stóð í vegi raunverulegra kjarabóta og framfara áratugum saman.“

Þá segir Brynjar um Gunnar Smára:

„Það yljar gömlum kaldastríðsmanni um hjartarætur að heyra að nýju þessi gömlu slagorð um arðrán og auðvaldið. Sérstaklega þegar þau koma frá nýjum foringja sósíalista sem hreyfði sig ekki spönn frá rassi fyrir nokkrum árum síðan nema í einkaþotu. Ég skil að sannfærðir sósíalistar hafi engan áhuga á stöðugleika því þá er auðvitað enginn jarðvegur fyrir byltinguna.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út