fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Brynjar sakar fjölmiðla um að ýja að spillingu að ósekju-Ver Ásmund en er fylgjandi breytingum

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið er rætt um endurgreiðslu vegna aksturskostnaðar alþingismanna þessi dægrin og þykir mörgum ansi vel í lagt þegar upphæðirnar hlaupa á milljónum til einstakra þingmanna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir á Facebooksíðu sinni að fréttaflutningur af málinu þjóni þeim tilgangi að ýja að spillingu:

„Hlutlausu og óháðu fjölmiðlarnir hafa mikinn áhuga á því hvaða þingmenn hafi fengið endurgreitt vegna aksturskostnaðar og vísa til mikilvægi gagnsæis í þeim efnum. Einu sinni var krafan sú að þingmenn væru í sambandi við fólkið í landinu og mættu og hlustaði eftir því hvað helst brynni á því. Krafa þessara fjölmiðla um gagnsæi er ekki til að benda okkur á hvaða þingmenn sinni þessum mikilvægu störfum af alúð og eljusemi. Nei, tilgangurinn er að ýja að einhvers konar spillingu og sjálftöku á peningum okkar hinna. Ég veit að sumir þingmenn og fjölmiðlamenn, einkum þeir sem missa meðvitund þegar tölvan er ekki við hendina, halda að þvælan úr þeim sjálfum á Twitter og Fésbókin endurspegli þjóðarsálina og þjóðarviljann.“

Í lok færslunar gantast Brynjar með þá misskiptingu sem endurgreiðslukerfið býður upp á gagnvart landsbyggðarþingmönnum annarsvegar og malbiksþingmönnum hinsvegar:

„Hins vegar ættu fjölmiðlar að hafa áhyggjur af misskiptingu hvað varðar endurgreiðslu til þingmanna. Við sem mælum okkur mót við kjósendur á öldurhúsunum fáum hvorki leigubílakostnað né drykki endurgreiddan. Það er óþolandi mismunun.“

 

Í athugasemdakerfinu er Brynjar sakaður um að skilja ekki hugmyndina um gagnsæi en Brynjar svarar:

„Hvað gagnast almenningi það að vita nákvæmlega hvert ég fór og hvað ég keyrði mikið? Almenning varðar í hvað við eyðum fjármunum hans. Hvað einstaklingurinn heitir skiptir engu máli. Bara svo að þú vitir hef ég ekki fengið neitt endurgreitt vegna aksturs …“

Þá er Brynjar spurður hvort hann styðji breytingar á reglum um aksturspeninga:

„Fjölmiðlar eru ekki voða vondir -/-… bara frekar slappir. Nei, mér finnst ekki að þingmenn eigi að fá endurgreiddan hvaða akstur sem er, þótt þeir séu að hitta kjósendur enda er það ekki þannig. Það má alveg endurskoða reglurnar og hugsanlega hafa þak, sem mér finnst ekki óeðlilegt. Fjölmiðlamenn verða hins vegar að skilja eðli starfa þingmanna. Það krefst mikilla ferðalaga og þau verða dýrari eftir því sem kjördæmið er stærra.“

Brynjar ver kollega sinn og samflokksmann Ásmund Friðriksson, sem sakaður er um að keyra full mikið, og jafnvel ýjað að því að hann noti akstursdagbók sína með frjálslegum hætti. Brynjar  segist gera ráð fyrir að starfsfólk Alþingis fylgist með akstursdagbókum þingmanna, til að koma í veg fyrir spillingu:

„…En þið gefið ykkur að að hann skrifi á þingið einkaerindi sem á ekkert skylt við þingstörfin. Það á ekki að vera hægt því nákvæm dagbók á að fylgja öllum akstri, hvað er keyrt og tilefnið. Reikna með að stjórn þingsins og skrifstofan fylgist með því. Annars er ágætt að taka þessa umræðu á öðrum nótum, þ.e. velta því upp hvort rétt sé að hafa þak á þessum ferðalögum og fundum eða annað fyrirkomulag. En það er enginn áhugi á slíkri umræðu í fjölmiðlun, allt skal sett strax í spillingargírinn í stað þess að taka upplýsta umræðu. Það var tilefni færslu minnar.“

Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar, segir á vef RÚV að auðvelt sé að misnota kerfi Alþingis varðandi endurgreiðslu á aksturskostnaði og að eftirlitið sé lítið. Er hún hafi spurst fyrir um hvernig hún ætti að bera sig að vegna uppgjörs á afnotum af bílaleigubíl, hafi hún fengið þau svör að hún yrði að eiga það við eigin samvisku.

Ekki mikið eftirlit það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út