fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Björn Bjarnason gagnrýnir viðbrögð Silju Daggar vegna gyðingabréfsins

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök gyðinga á Norðurlöndunum saka þingmenn Alþingis um atlögu gegn gyðingdómi, nái lagafrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja, fram að ganga. Samtökin sendu þingmönnum bréf þess efnis í gær, sem Silja Dögg sagði „gróf afskipti“ og „yfirgangssemi“ í fréttum RÚV.

Í ljósi alþjóðavæðingarinnar gagnrýnir Björn Bjarnason þessi viðbrögð Silju Daggar og segir:

„Þess vegna er stórundarlegt að þingmaður Framsóknarflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, sem leggur til allt að sex ára fangelsi við því að umskera drengi skuli telja það „gróf afskipti“ að Samtök Gyðinga á Norðurlöndunum saki hana um atlögu gegn gyðingdómi. Í sameiginlegri yfirlýsingu samtakanna, sem send hefur verið öllum alþingismönnum, segir að með frumvarpi Silju Daggar sé ráðist gegn gyðingdómi þannig að það snerti Gyðinga um heim allan.

Varla kemur þingmanninum á óvart að Gyðingar árétti afstöðu sína í þessu máli? Deilan um umskurð drengja hefur staðið í tvö árþúsund. Þingmaðurinn telur það „ákveðna yfirgangssemi“ að mótmælt sé opinberlega en ekki í umsögn til þingnefndar!

Hafi Silja Dögg Gunnarsdóttir ekki verið við því búin að hún sætti gagnrýni Gyðinga um heim allan vegna frumvarps síns er það undarlegra en bréfið sem alþingismönnum hefur borist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út