fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Vigdís Hauksdóttir: Sæki fylgið til allra skynsamra Reykvíkinga

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir

Vigdís Hauksdóttir var kynnt sem borgarstjóraefni Miðflokksins um helgina og vakti það mikla athygli, en Vigdís er fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins og mikill stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.

Vangaveltur hafa verið um hvaðan Miðflokkurinn muni helst sækja fylgi sitt í komandi borgarstjórnarkosningum. Margir eru á því að stefnumál Miðflokksins verði keimlík Sjálfstæðisflokksins og því kvarnist frekar úr fylgi hans, sem hefur farið minnkandi með undanförnum kosningum.

Að sögn Vigdísar stendur valið ekki lengur á milli turnanna tveggja, Dags B. Eggertssonar og Eyþórs Arnalds, því sá þriðji hafi bæst við:

„Ég er afar ánægð með hvað ég hef fengið jákvæðar og góðar undirtektir og er þakklát fyrir það. En ég vonast til að sem borgarstjóraefni Miðflokksins og Miðflokkurinn allur, sæki fylgi sitt til skynsamra Reykvíkinga. Ekkert endilega frekar til hægri en vinstri, eða slíkt, það er ekkert úrslitaatriði hvert ég sæki fylgið,“

segir Vigdís.

„En nú eiga flokkarnir eftir að leggja fram sín stefnuskrá og ég veit því ekkert hvað Sjálfstæðisflokkurinn er að hugsa í borginni. En ég hef auðvitað talað frá miðju og til vinstri, því ég vil bæta grunnþjónustu borgarinnar sem er í molum. “

Vigdís gagnrýnir fjármál borgarinnar og segir þau í ólestri. En hvernig mun Miðflokkurinn fjármagna sínar breytingar ?

„Sveitafélög geta lögum samkvæmt ekki farið á hausinn, en þegar komið er yfir öll mörk þá tekur fjármálanefnd sveitafélaganna í gjörgæslu. Ég tel að borgin sé komin langt út fyrir sitt hlutverk og fái ég góða kosningu munum við byrja á því  að endurskilgreina hlutverk borgarinnar og leggja áherslu á að setja peninginn í hið lögbundna hlutverk, því þegar óþarfinn er skorinn í burtu, þá sparast mikið fjármagn. En Miðflokkurinn mun tala fyrir því, að öll kosningaloforð sem krefjast útgjalda, verði kynnt þannig að þau séu að fullu fjármögnuð.“

Vigdís tekur ekki fram með hvaða hætti borgin sé komin út fyrir valdssvið sitt. Hvort hún sé að tala um svokölluð „gæluverkefni“ meirihlutans, vill hún lítið segja að svo stöddu:

„Ég ætla ekki að vísa á neitt sérstakt strax í þessum efnum svona í upphafi kosningabaráttunnar. Þá fer allt að snúast um nákvæmlega það sem ég kem til með að benda á, en það eru bara þessi verkefni sem borgin er að taka að sér og keyra áfram, sem eru ekki lögbundin. Svo getur fólk bara getið í eyðurnar með það. En ég kem til með að leggja þetta fram þegar nær dregur í kosningabaráttunni, þegar listinn okkar er tilbúinn og slíkt.“

 

Framboðsfrestur Miðflokksins í Reykjavík rennur út laugardaginn 17. febrúar en listinn verður kynntur þann 24. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“