Hér má sjá viðtalið við grísku stjórnmálakonuna Zoe Konstantopoulou úr Silfri gærdagsins. Hún er fyrrverandi forseti gríska þingsins, var þá í stjórnarflokkum Syrisa, flokki Tsipras forsætisráðherra, en gekk úr honum vegna óánægju með hversu undanlátssöm stjórnin var gagnvart erlendum kröfuhöfum og Evrópusambandinu.
Zoe Konstantopoulou er ómyrk í máli um hörmungarnar sem hafa gengið yfir Grikkland í kreppunni, hún notar orðið glæp í því sambandi, og hún vandar ESB ekki kveðjurnar.