fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Gunnar Smári um Sósíalistaflokkinn: „Líklegt að við bjóðum fram í Reykjavík“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, segir líklegt að flokkurinn bjóði fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Ennþá séu framboðsmál hinsvegar á viðræðustigi innan flokksins:

„Þetta var rætt á flokksþingi hjá okkur þann 20. janúar, en eftir það var ákveðið að ræða þetta betur í flokknum og boðað til félagsfundar 18. febrúar. Núna erum við að klára það sem heitir 13 fundir á 13 dögum, það eru svona fundir sem við höldum í hverfunum og stærstu byggðarlögunum. En endanleg ákvörðun verður tekin um þetta á sunnudaginn, hvort flokkurinn bjóði fram og þá hvar og hvernig. En það er líklegt að við bjóðum fram í Reykjavík.“

Gunnar Smári segist sjálfur ekki hafa hugsað um framboð:

„Nei ég hef nú ekki pælt í því. Það verður slembivalinn hópur félagsmanna í kjörstjórn, sem mun raða á listann, en við erum í rauninni ekki að hugsa um frambjóðendur núna,ׅ“

segir Gunnar, en hann telur líklegt að hart verði barist um fylgið í borginni, enda mörg framboð um hituna:

„Það verður svo mikið af flokkum í framboði að ég tel að enginn nái meira en svona 4-5 mönnum inn, og því tómt mál að tala um að Dagur eða Eyþór séu sjálfgefnir borgarstjórar. Miðflokkurinn stillir upp Vigdísi Hauksdóttur sem borgarstjóraefni, sem er bara hlægilegt. Hver ætli vilji hana sem borgarstjóra ?“

Helstu baráttumál Sósíalistaflokksins yrðu klassísk, í sögulegu tilliti:

„Ef við bjóðum fram verður það til þess að reka sóknarbaráttu fyrir þá sem hina verst settu, láglaunafólk og leigjendur, öryrkja og fátæka lífeyrisþega, innflytjendur og aðra sem eru á jaðrinum, þá sem haldið er niðri og til hliðar í samfélaginu. Það er fráleitt að nú sé bara talað um einhverja fjarlæga framtíð í skipulagsmálum, eins og borgarlínu, sem er bara tæknilegt atriði, þegar umræðan og stjórnmálin ættu að snúast um bætta þjónustu við fólk sem hefur til dæmis ekkert efni á að eiga bíl. Það er eins og meirihlutanum finnist þetta ekki nógu fínt fólk og vilji hefja umræðuna á svona stað, að þar sem að þeir sem eiga bíl en kjósa ekki að nota hann, gætu farið að velta fyrir sér almannasamgöngum, meðan það eru tugir þúsunda borgarbúa sem búa við ömurlega þjónustu. Að Dagur og Eyþór skulu vera með einhverjar teikningar á fundum til að selja fólki sínar hugmyndir, eins og þeir séu einhverjir tæknifræðingar, það er bara hlægilegt. Stjórnmál snúast um hagsmunabaráttu. Og Sósíalistaflokkurinn tekur upp hagsmunabaráttu fyrir þá sem verst standa.“

Gunnari þykir ekki mikið til Vinstri grænna koma, flokksins sem þó stendur næst Sósíalistaflokknum á hinu pólitíska litrófi:

„Það er enginn flokkur sem höfðar til þessa hóps sem ég minntist á, nema við. Af þeim samtölum sem ég hef átt á fundum okkar vítt og breitt, þá myndi láglaunafólk síst kjósa VG. Vinstri grænir eru flokkur fyrir hina menntuðu millistétt, sem hefur tekið yfir gömlu verkalýðsflokkana. Samfylkingin og VG eru fyrrverandi verkamannaflokkar, sem hin menntaða millistétt hefur tekið yfir og þess vegna líður verkafólki illa í þessum flokkum. Enda ef þú skoðar stefnumál þeirra, þá miðar það allt að svona skemmtilegu lífi, og Reykjavík á að vera smart, allt er aðlagað að þörfum og og væntingum þokkalega vel stæðs fólks með mikið sjálfstraust. Á meðan þarf verkalýðurinn að treysta á samstöðu til að að geta barist fyrir sínum sjálfsögðu markmiðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?