Garðabærinn er sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins á landinu, heimili sjálfs formanns flokksins, Bjarna Benediktssonar. Öðrum stjórnmálaflokkum verður eiginlega ekkert ágengt í Garðabæ – og þegar þeir ná inn í bæjarstjórnina er lítið á þá hlustað. Í Garðabæ er það nánast talið óeðlilegt ástand að vera ekki í Sjálfstæðisflokknum.
En Sósíalistaflokkurinn lætur það ekki aftra sér frá því að blása til þessa fundar í Garðabænum á morgun.