Dagur B. Eggertsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson hlutu bindandi kosningu í fimm efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum.
Kosningu lauk kl. 19 í kvöld og neyttu 1852 félagsmenn atkvæðisréttar síns í flokksvalinu. Kjörsókn var 33,55%. Auð og ógild atkvæði voru 7.
Atkvæði í fimm efstu sæti féllu þannig:
1. sæti – Dagur B. Eggertsson með 1610 atkvæði i fyrsta sæti, eða 87%
2. sæti – Heiða Björg Hilmisdóttir með 1126 atkvæði í fyrst og annað sæti
3. sæti – Skúli Helgason með 708 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti
4. sæti – Kristín Soffía Jónsdóttir með 732 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti
5. sæti – Hjálmar Sveinsson með 779 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti
14 voru í framboði og samkvæmt reglum um flokksvalið áttu kjósendur að greiða 8 til 10 frambjóðendum atkvæði. Niðurstaðan er bindandi fyrir efstu fimm sætin. Niðurstöðu flokksvalsins í heild sinni má sjá á meðfylgjandi yfirliti.