Á heimasíðu Viðskiptaráðs kemur fram, að gerðar hafa verið 267 skattabreytingar frá árinu 2007, eða um 24 breytingar á ári. Alls 200 breytingar til hækkunar, en 67 til lækkunar. Um síðustu áramót gerðu stjórnvöld 22 breytingar á íslensku skattkerfi. 19 þeirra fólu í sér skattahækkanir en aðeins í þremur tilvikum voru skattar lækkaðir.
Fjármagnstekjuskattur hefur hækkað um 120%
Fyrir hverja skattalækkun frá árinu 2007 hafa skattar því verið hækkaðir þrisvar sinnum. Eftirfarandi hækkanir eru dæmi um skattbreytingar sem gerðar hafa verið á tímabilinu:
Vinsælt að lofa lækkunum en auðvelt að hækka
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar sem birtur var síðasta haust mæltist nokkuð vel fyrir enda var í honum að finna jákvæðar áherslur í ólíkum málefnum ríkisstjórnarinnar, þar á meðal skattamálum. Ágætlega var fjallað um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum en úr sáttmálanum mátti lesa fyrirheit um sjö ólíkar skattalækkanir á móti tveimur til hækkunar.
Þegar nýtt fjárlagafrumvarp var birt nú um síðustu áramót kom þó í ljós að staðið var við báðar breytingarnar sem boðaðar höfðu verið til hækkunar en einungis eina af sjö til lækkunar. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga ekki í neinum vandræðum með að standa við fyrirheit um skattahækkanir, en þegar kemur að skattalækkunum er einhver tregða til staðar. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld að standa við fögur fyrirheit og ráðast í mikilvægar skattalækkanir, svo sem lækkun tryggingagjalds, endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskatts, afnámi þaks á endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaðar og lækkun á neðra þrepi tekjuskatts.
Í yfirliti Viðskiptaráðs var í fyrsta skiptið tekið tillit til breytinga á frítekjumarki atvinnutekna aldraðra í ár. Breytingar á frítekjumarkinu á síðustu 10 árum voru færðar inn í yfirlitið.