fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Viðskiptaráð: 200 skattahækkanir síðan 2007

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heimasíðu Viðskiptaráðs kemur fram, að gerðar hafa verið 267 skattabreytingar frá árinu 2007, eða um 24 breytingar á ári. Alls 200 breytingar til hækkunar, en 67 til lækkunar. Um síðustu áramót gerðu stjórnvöld 22 breytingar á íslensku skattkerfi. 19 þeirra fólu í sér skattahækkanir en aðeins í þremur tilvikum voru skattar lækkaðir.

 

Skoða yfirlit

Fjármagnstekjuskattur hefur hækkað um 120%

Fyrir hverja skattalækkun frá árinu 2007 hafa skattar því verið hækkaðir þrisvar sinnum. Eftirfarandi hækkanir eru dæmi um skattbreytingar sem gerðar hafa verið á tímabilinu:

  • Fjármagnstekjuskattur hefur hækkað um 120%
  • Hækkun gjalda á bjór, létt- og sterkt vín er á bilinu 104-108%
  • Tryggingagjald er enn 28% hærra en það var fyrir hrun
  • Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra hefur hækkað um 77%

Vinsælt að lofa lækkunum en auðvelt að hækka

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar sem birtur var síðasta haust mæltist nokkuð vel fyrir enda var í honum að finna jákvæðar áherslur í ólíkum málefnum ríkisstjórnarinnar, þar á meðal skattamálum. Ágætlega var fjallað um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum en úr sáttmálanum mátti lesa fyrirheit um sjö ólíkar skattalækkanir á móti tveimur til hækkunar.

Þegar nýtt fjárlagafrumvarp var birt nú um síðustu áramót kom þó í ljós að staðið var við báðar breytingarnar sem boðaðar höfðu verið til hækkunar en einungis eina af sjö til lækkunar. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga ekki í neinum vandræðum með að standa við fyrirheit um skattahækkanir, en þegar kemur að skattalækkunum er einhver tregða til staðar. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld að standa við fögur fyrirheit og ráðast í mikilvægar skattalækkanir, svo sem lækkun tryggingagjalds, endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskatts, afnámi þaks á endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaðar og lækkun á neðra þrepi tekjuskatts.

Í yfirliti Viðskiptaráðs var í fyrsta skiptið tekið tillit til breytinga á frítekjumarki atvinnutekna aldraðra í ár. Breytingar á frítekjumarkinu á síðustu 10 árum voru færðar inn í yfirlitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?