Það er aldeilis verið að rífast um stóru málin á Íslandi þessa dagana, mál sem á okkur brenna og gríðarleg áhrif á hvernig okkur vegnar.
Við getum nefnt umskurð drengja. Nauðsynlegt að við, þjóð úti í Ballarhafi, tökum forystu í að banna þær.
Og svo er það mannanafnanefnd. Það er reyndar sígilt deilumál sem aldrei fæst neinn botn í.
Vantar bara hressilega umræðu um kvenbúninga í íslamstrú. Þá værum við að tala saman.