Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, segir stefna í einvígi milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum, eða öllu heldur, milli oddvita flokkanna, Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Eyþórs Arnalds:
„Það er ólíklegt að öðrum flokkum takist að blanda sér í þá baráttu nema þeim takist að tefla fram þeim mun sterkari frambjóðendum, sem ekki hafa komið fram vísbendingar um.“
Þá segir Styrmir að Dagur sé maður orða, en ekki aðgerða og það gæti komið honum í koll:
„Veiku blettirnir á borgarstjórnarmeirihlutanum blasa við, þ.e. húsnæðismál og samgöngumál og auk þess fjárhagsstaðaborgarinnar. Fleiri mál munu koma við sögu, bæði leikskólar o.fl. Vandi Samfylkingarinnar og borgarstjóra í þessu einvígi er ekki sízt sá, að þar eru frekar á ferð orð en aðgerðir. Og þegar menn eiga að baki töluverðan tíma í meirihluta og í embætti borgarstjóra verður erfitt að útskýra aðgerðarleysið.“
Einvígið er þegar byrjað, ef marka má skot oddvitana í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.