fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Frumvarp um rafrettur verður lagt fyrir Alþingi

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra mun leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um rafrettur sem felur í sér heildstæðar reglur um innflutning, sölu og markaðssetningu á rafrettum og áfyllingum fyrir þær, auk ákvæða um eftirlit og skorður við notkun þeirra. Ráðherra kynnti frumvarpið á fundi ríkissstjórnar í liðinni viku.

Frumvarpið er liður í innleiðingu 20. greinar Evróputilskipunar (2014/40/ESB) sem fjallar um samræmingu löggjafar aðildarríkjanna um framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum. Með frumvarpinu er lagt til að sambærilegar reglur gildi um notkun rafsígarettna og um notkun reyktóbaks og einnig um markaðssetningu og aldursmörk.

Óheimilt verður að selja áfyllingar með nikótónvökva sem inniheldur meira nikótín en nemur 20 mg./ml., áfyllingarnar mega ekki rúma meira en 10 ml. af vökva og óheimilt verður að selja einnota hylki til áfyllingar sem rúma meira en 2 ml. af vökva. Þessar takmarkanir eru í samræmi við fyrrnefnda Evróputilskipun. Enn fremur er lagt til að óheimilt verði að flytja inn, framleiða eða selja áfyllingar sem innihalda tiltekin efni, svo sem vítamín, koffín, tárín og fleiri efni.

Neytendastofu verður falið að sinna markaðseftirliti með rafrettum og áfyllingum samkvæmt frumvarpinu. Miðað er við að framleiðendum og innflytjendum rafsígarettna og áfyllingaríláta sem þeir hyggjast setja markað hér á landi, verði skylt að senda Neytendastofu tilkynningu um slíkt 6 mánuðum áður en fyrirhugað er að varan fari á markað.

Frumvarp þessa efnis var lagt fram á 146. þingi en hlaut ekki endanlega umfjöllun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?