fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Byggingartími fokheldra fjölbýlishúsa á þéttingarreitum um 18 mánuðir að meðaltali

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt greiningu byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar á byggingarhraða, tekur um eitt og hálft ár að byggja fokhelt fjölbýlishús á þéttingareitum, þar sem byggð er þéttari fyrir. Um 2.3 ár tekur að gera fullgerða íbúðir á þéttingarsvæðum. Gerð var greining á íbúðabyggingum á tímabilinu 2013 – 2017 sem byggði á málaskrá byggingarfulltrúa og miðaðist við tímasetningu á útgefnu byggingarleyfi og tímasetningu á skráðu fokheldi og lokaúttekt. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Þar segir einnig að um 3600 íbúðir séu á framkvæmdarstigi og 3800 með samþykkt deiliskipulag sem tilbúnar séu til uppbyggingar. Aðrar 7100 íbúðir eru í deiliskipulagsferli og 4800 á skilgreindum þróunarsvæðum. Gefin voru út byggingarleyfi fyrir rúmlega 1000 íbúðum árið 2017.

Samkvæmt mati Íbúðarlánasjóðs, er eftirspurnin þó mun mun meiri en framboðið, því um 17.000 íbúðir þurfa að rísa á þessu ári og því næsta, til þess að mæta uppsöfnuðum skorti og undirliggjandi þörf á húsnæði, en aðeins 1500 íbúðir voru byggðar á árinu 2016.

 

Á vef Reykjavíkurborgar segir:

Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur látið gera greiningu og samanburð á byggingarhraða á þéttingarreitum annars vegar og óbyggðu landi hins vegar. Greiningin leiðir í ljós að hraðar gengur að byggja á þéttingarreitum í Reykjavík. Ástæðan er sú að oft eru stórir og öflugir verktakar að verki og vel gengur að fjármagna og selja íbúðarhúsnæði á þéttingarreitum.

Gerð var greining á íbúðabyggingum á tímabilinu 2013 – 2017 sem byggði á málaskrá byggingarfulltrúa og miðaðist við tímasetningu á útgefnu byggingarleyfi og tímasetningu á skráðu fokheldi og lokaúttekt.

Einkum var horft á byggingarhraða að fokheldi byggingar. Ef eingöngu er litið til uppbyggingu fjölbýlis er meðalbyggingartími að fokheldi á þéttingarsvæðum 1,6 ár en 1,7 ár á byggingarsvæðum í úthverfum. Hér eru lögð til grundvallar 93 verkefni sem voru í gangi á umræddu tímabili. Ef horft er á öll byggingarverkefnin sem voru til skoðunar, alls 157, bæði fjölbýli og sérbýli, þá er meðalbyggingartíminn um 1,7 ár í úthverfum en 1,5 á þéttingarreitum.

Ekki var greinanlegur munur á byggingarhraða þéttingarverkefna eftir því hvort þau voru austan eða vestan Elliðaáa. Meðalbyggingartími fullgerðra íbúða er 2,3 ár á þéttingarsvæðum og mætti ætla að það sé ekki fjarri meðaltali undanfarinna ár.

Um 90% nýrra íbúða í Reykjavík eru nú byggðar innan þéttbýlismarka og falla því undir þéttingu. Byggingarreitir innan núverandi byggðar geta hins vegar verið misauðveldir í uppbyggingu. Þéttingin getur verið innfylling í mjög þéttri borgarbyggð, en líka uppbygging á opnu landi sem lengi hefur staðið vannýtt.

Markvissar áætlanir borgarinnar um uppbyggingu og úthlutanir til húsnæðisfélaga og byggingaraðila, hafa gert það að verkum að allt stefnir í metuppbyggingu í Reykjavík í sögulegu ljósi. Í borginni eru nú um 3.600 íbúðir á framkvæmdastigi og 3.800 íbúðir eru með samþykkt deiliskipulag og því tilbúnar til uppbyggingar. 7.100 íbúðir eru í deiliskipulagsferli og 4.800 íbúðir á skilgreindum þróunarsvæðum. Þá voru gefin út byggingarleyfi árið 2017 fyrir meira en 1.000 íbúðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar