fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Vöxtur í samgöngum samkvæmt könnun: 73% allra ferða farnar í bílum

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil könnun á ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins fór fram í október 2017. Niðurstöður liggja nú fyrir og voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði í dag, 31. janúar. Ferðamátaval Reykvíkinga breytist ekki mikið frá fyrri könnunum en sýnir nú almennan vöxt í samgöngum.  Í Reykjavík voru 73% allra ferða farnar á einkabíl samkvæmt könnuninni, 7% á reiðhjóli og 4% ferða voru farnar með strætisvögnum. Innstigum í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 9,0 milljónum árið 2011 í 11,7 milljónir árið 2017.

 

Gallup gerði sambærilega ferðavenjukönnun árið 2002 en frá árinu 2011 hefur slík könnun verið framkvæmd á þriggja ára fresti. Í úrtakinu nú voru um 14.600 íbúar höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 6-80 ára. Íbúar fara, samkvæmt könnuninni, að meðaltali 4,1 ferð á virkum degi. Af því má leiða að um 217 þúsund íbúar svæðisins fari því samtals um 890 þúsund ferðir á hefðbundnum virkum degi.

Ferðir á höfuðborgarsvæðinu

Fyrir höfuðborgarsvæðið í heild eru niðurstöður þær að ferðamátaval breytist lítið frá fyrri könnunum. Samkvæmt könnuninni voru 76% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar með einkabíl og 4% með strætisvögnum, þetta hefur því lítið breyst frá 2011 og 2014. Íbúar höfuðborgarsvæðisins fóru um 20% ferða sinna gangandi og hjólandi.

Áhugavert er að sjá að samkvæmt könnuninni haustið 2017 jókst hlutdeild hjólreiða úr 4% í 6% frá könnun 2014. Það jafngildir því að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi farið yfir 50 þúsund ferðir á reiðhjóli á venjulegum degi í október 2017.

Mikill vöxtur í samgöngum

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 7% frá árinu 2011 samkvæmt tölum Hagstofunnar en því fylgir óhjákvæmilega vöxtur í samgöngum. Eins fylgir vöxtur í samgöngum þeirri miklu fjölgun ferðamanna sem átti sér stað á síðustu árum.

Innstigum í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 9,0 milljónum árið 2011 í 11,7 milljónir árið 2017. Það er um 30% aukning sem er langt umfram íbúafjölgun. Samkvæmt talningum Vegagerðarinnar á þremur föstum talningarstöðum á stofnvegakerfinu jókst meðalumferð á dag (ÁDU) um tæplega 30% frá 2011 til 2017. Það hefur því orðið mikill vöxtur í samgöngum á síðustu misserum.

Í skýrslunni Ástandsvísar – þróun samgangna 2011-2015 sem unnin var fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina má finna samantekt á tölfræði yfir þróun samgangna síðustu ár. Sú skýrsla er aðgengileg hér. Von er á skýrslu með uppfærðum ástandsvísum nú í vor.

Ferðavenjur í Reykjavík

Ferðamátaval Reykvíkinga breytist ekki mikið frá fyrri könnunum. Í Reykjavík voru 73% allra ferða farnar á einkabíl samkvæmt könnuninni og 4% ferða voru farnar með strætisvögnum. Hlutdeild hjólreiða í ferðum Reykvíkinga fer hækkandi var 7%, hækkaði úr 6% árið 2014 og 5% árið 2011. Íbúar fóru um 16% ferða sinna gangandi sem er sama hlutfall og árið 2011 en það var 18% árið 2014. Nefna má að 12% hjóla allt árið um kring, 46% hjóla hluta úr ári en 42% hjóla aldrei.

Eins og fyrri kannanir sýna er umtalsverður munur á ferðamátavali eftir hverfum borgarinnar. Íbúar í Vesturbæ og Hlíðum fóru 10% ferða sinna hjólandi og 20-24% ferða sinna gangandi. Hlutdeild einkabíla í ferðum íbúa miðborgar, Hlíða og Vesturbæjar er samkvæmt könnuninni á bilinu 57% til 65%. Í öðrum hverfum borgarinnar er hlutdeild einkabíla meiri.

Könnunin var gerð á miðvikudögum á tímabilinu 4. október- 17. nóvember 2017. Hún var gerð fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina og markmiðið að kanna ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Í úrtaki voru 14.561 íbúar höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 6-80 ára, handahófsvaldir úr þjóðskrá og svarhlutfall var 41.6%.

Tenglar

Niðurstöður fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni

Niðurstöður fyrir Reykjavík

 Ástandsvísar frá 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur