fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Til Kaupmannahafnar út í frelsið

Egill Helgason
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fimmta þætti Kaupmannahafnar, höfuðborgar Íslands, sem verður sýndur í kvöld, förum við Guðjón Friðriksson meðal annars á slóðir málfræðingsins Rasmusar Christians Rask. Hann var tungumálaséní, sagður hafa tileinkað sér fimmtíu tungumál, og fyrir íslenskuna var hann mikill áhrifavaldur. Hann dvaldi á Íslandi í upphafi 19. aldar við rannsóknir og stóð meðal annars fyrir leikstarfsemi í bænum. Rask varð ekki nema 44 ára gamall en afrekaði miklu á stuttri ævi. Við förum að leiði hans þar sem er íslensk áletrun með rúnaletri, textinn er sóttur í Konungs-Skuggsjá:

Ef þú vilt fullkominn vera í fróðleik þá nem þú allar tungur en týn þó eigi að heldur þinni tungu.

 

 

Við segjum líka frá  þingmannaförinni miklu 1906, en þá voru haldnar gríðarlegar veislur fyrir íslenska alþingismenn í Höfn, konungsfjölskyldan var mætt, ríkisstjórnin, borgarstjórnin og herforingjar. Það var talað um nýjan tíma í samskiptum þjóðanna, en fljótt kulnaði aftur vegna deilna um uppkastið.

Við tölum um tímabilið þegar Íslendingar sóttu mest til Kaupmannahafnar, undir lok 19. aldar og við upphaf hinnar 20tu.. Þá fór fólk þangað til að nema alls kyns fræði, verslun, skipstjórn, hússtjórn og iðnaðarmenn fjölmenntu til borgarinnar. Á þessum árum fóru Íslendingar ekki bara til Vesturheims, samgöngur höfðu batnað til muna og straumurinn lá líka í austur, til Danmerkur.

Við segjum til dæmis söguna af sjö stelpum sem unnu í verkamannavinnu á Þingeyri en tóku sér óvænt far með skipi til Danmerkur í ævintýraleit. Ein þeirra var Kristín Dahlstedt sem kynntist hótel- og veitingarekstri og varð síðar frumkvöðull á því sviði á Íslandi. Til Kaupmannahafnar lá líka leið út í frelsið frá fásinninu á Íslandi.

 

 

Hér má sjá fjórða þátt Kaupmannahafnar, höfuðborgar Íslands sem sýndur var í síðustu viku. Fimmti þátturinn verður sýndur á RÚV í kvöld klukkan 20.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Gurrý flytur sig um set
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins