fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Staksteinar metast við RÚV: „Oftar vitnað í Morgunblaðið en nokkurn annan miðil. Sjaldan er vitnað í RÚV“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins í dag finnur RÚV flest til foráttu. Rifjar hann upp orð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingar á dögunum, í athugasemd við orð Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um fjölmiðlaskýrsluna:

„Helga Vala Helgadóttir, þingmaður, taldi „þrjá fjölmiðla“ langbesta á Íslandi. Þetta kom fram í athugasemd við orð Óla Björns Kárasonar alþingismanns. Helgu Völu þótti Óli Björn ekki tala af nægjanlegri aðdáun um „RÚV“: „…okkar sameiginlegu menningarstofnun, þessa ævagömlu stofnun sem nýtur algerrar sérstöðu í framleiðslu upplýsinga og menningarefnis hér á landi, að maður gapir bara.“ Svo nefndi hún „fjölmiðlana þrjá“: „RÚV Sjónvarp, Rás 1 og Rás 2, innir af hendi hvern dag árið um kring. Það er enginn fjölmiðill á pari við þá þrjá fjölmiðla þegar kemur að upplýsinga- og menningarhlutverki.“

Staksteinar taka fram að sumir af vinstri kantinum tali af „trúarhita og með tilburðum“ til að þagga niður gagnrýni á RÚV. Höfundur viðurkennir að vísu að RÚV hafi flutt og geymt margvíslegt stórgott menningarefni, sem illt væri ef týndist. En í næstu setningu telur hann að aðrir fjölmiðlar væru einnig færir um slíkt, fengu þeir þá fjóra milljarða sem „mokað“ er í ríkisstofnunina, án þess að hún uppfylli forsenduna um rekstur hennar, hlutleysið.

Höfundur Staksteina ber einnig saman RÚV og Morgunblaðið:

 „Fjölmiðill, eins og hið 104 ára Morgunblað (mun eldra en hin „ævagamla stofnun“) hefur birt ógrynni menningarefnis og varð- veitir það og það gera fleiri. Þegar flett er bókum um sögulegt efni sem nær yfir síðustu 104 árin sést að í þeim er oftar vitnað í Morgunblaðið en nokkurn annan miðil. Sjaldan er vitnað í „RÚV.“

Þess má til gamans geta að fyrr á tímum voru öll flokksblöðin á ríkisstyrkjum, Morgunblaðið þar með talið. Sveinn R. Eyjólfsson, sem byggði upp Vísi og síðar DV, var hinsvegar sá fyrsti til að afþakka þann ríkisstyrk er hann tók við Vísi  á sjöunda áratugnum. Það þótti fáheyrt á þeim tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn