fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Frosti kveður niður orðróm um framboð fyrir Miðflokkinn

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason.                                                      Mynd: DV

Miðflokkurinn leitar nú að frambærilegum frambjóðendum til sveitastjórnarkosninga og hafa ýmis nöfn verið nefnd til sögunnar líkt og venja er. Einn þeirra sem nefndur hefur verið er Frosti Logason, útvarpsmaður á X-inu og annar umsjónarmanna Harmageddon.

Frosti staðfesti við Eyjuna að hann hefði heyrt þennan orðróm, væri nýbúinn að tala við blaðamann Vísis um sama málefni, en neitaði því að Miðflokkurinn hefði nálgast hann:

„Það hefur enginn komið að máli við mig og ég myndi heldur ekki ansa slíku, það er enginn áhugi hjá mér um þetta. Né hefur nokkur úr öðrum flokki nálgast mig varðandi framboð,“

sagði Frosti.

Annar Frosti hefur einnig verið orðaður við Miðflokkinn, Frosti Sigurjónsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins. Sá orðrómur hefur þó ekki fengið mikinn byr.

Miðflokkurinn fundar nú ótt og títt, vítt og breytt og leitar dyrum og dyngjum að verðugum frambjóðendum. Hefur nafn sjálfs formannsins heyrst í umræðunni, en sjálfur hefur Sigmundur Davíð ekkert gefið út varðandi framboð til borgarstjórnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar