fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Bréfum dreift annan hvern dag hjá Póstinum – Gert að lækka gjaldskrá til að mæta hagræðinu

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Arnaldur Halldórsson

„Eins og Pósturinn tilkynnti í nóvember 2017 mun bréfadreifing í þéttbýli breytast frá og með 1. febrúar. Með breytingunum verður dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli fækkað og borið verður út annan hvern virkan dag,“ segir í tilkynningu frá Íslandspósti.

Íslandspósti var gert að lækka gjaldskrá sína með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunnar (PFS) á dögunum, til að mæta því hagræði sem fylgir færri dreifingardögum. Félag atvinnurekenda hefur lengi haft horn í síðu Íslandspósts og bent á misræmi í rekstri fyrirtækisins og sagði að með ákvörðun sinni hefði eftirlitsstofnunin stöðvað Íslandspóst í því að:

„…ætla að rétta af taprekstur á þjónustu, sem rekin er í samkeppni við einkafyrirtæki, með því að sækja sér stóraukinn hagnað af einkaréttarþjónustu. Slíkt væri lögbrot, enda kveður 16. grein póstlaga á um að gjaldskrár vegna alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði að viðbættum hæfilegum hagnaði. Meginniðurstaða ákvörðunar PFS nr. 2/2018 er tvíþætt. Annars vegar er ÍSP heimilað að fækka dreifingardögum í þéttbýli. Hins vegar stöðvar stofnunin fyrirætlanir ÍSP um að halda eftir hagræðinu, sem breytingin hefur í för með sér. ÍSP er gert að leggja fram nýja gjaldskrá, enda á hagræðið að skila sér til notenda þjónustunnar.“

 

Í tilkynningu Íslandspósts segir:

Sú staðreynd að eftirspurn eftir bréfadreifingu er sífellt að minnka kallar á að dreifingardögum fækki hér á landi líkt og gerst hefur víðsvegar um heim. Til að mynda í nágrannalöndunum Íslands á síðustu árum. Eftir mánaðarmótin verður sama tíðni á bréfadreifingu um allt land en árið 2016 var ráðist í samskonar aðgerðir í dreifbýli. Með breytingunum færist bréfadreifing nær eftirspurn eftir þjónustunni en bréfum hefur fækkað um meira en 56% frá árinu 2007 og um 9% á síðasta ári. Á sama tíma hefur kostnaður við bréfadreifingu hefur aukist, m.a. vegna fjölda nýrra íbúða og fyrirtækja. Póstburðargjöld hafa að undanförnu ekki staðið undir þjónustunni og með því að bréfum sé safnað og fleiri borin út í hverri ferð verður dreifingin bæði umhverfisvænni og hagkvæmari.

Fækkun dreifingardaga er heimil samkvæmt reglugerð sem var gefin út af innanríkisráðuneytinu árið 2017. Í henni kemur fram að heimilt sé að fækka dreifingardögum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja á þjónustu innan einkaréttar hefur minnkað verulega og er ekki í samræmi við framboð þjónustunnar.
A-póstur heyrir sögunni til en hægt að kaupa sérstök forgangsbréf
Eftir breytingarnar verður öllum bréfapósti dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu eins og átt hefur við um B-póst á síðustu árum. Það þýðir að A-póstur sem hefur verið borinn út daglega verður ekki lengur í boði. Um 70% pósts er þegar í B-pósti. Pósturinn mun áfram bjóða upp á að dreifa bréfum næsta virka dag en í boði verður nýr valkostur, svokallað forgangsbréf.

Pakkadreifing fer áfram fram daglega en áframhaldandi vöxtur er í pakkasendingum, bæði til landsins og innanlands. Pósturinn mun halda áfram að efla þjónustu sína á sviði þeirrar dreifingar og svara þannig breyttum þörfum almennings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum