fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Munurinn á að lesa bók og bretti

Egill Helgason
Laugardaginn 27. janúar 2018 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef orðið nokkurs vísari – og bregður dálítið við það.

Hin síðari ár hef ég farið að lesa mikið af bókum á lesbretti. Fyrst Kindle, svo iPad. Jú, þetta er gríðarmikið af titlum. Á heimilinu er sáralítið pláss fyrir nýjar bækur. Þær hrúgast hingað inn.

Ég hef reyndar þurft að losa mig við mikið af bókum – afleiðingin er sú að ég er hættur að finna neina bók. Ekki heldur bækurnar sem ég veit að hef ekki látið frá mér. Það hefur semsagt eitthvað riðlast.

En ég hefði þurft að eiga risastórt hús til að koma fyrir öllum bókunum sem mér hafa áskotnast um ævina. Ég er ekki nógu ríkur til að hafa svo marga fermetra til umráða.

En aftur að lesbrettinu – hinum rafrænu bókum. Ég finn nú að ég man bækurnar sem ég les á því formi miklu verr en hinar – þessar áþreifanlegu. Það er eitthvað við að handfjatla bækur, fletta þeim, sem veldur því að ég man betur orðin sem þar standa en þau sem birtast á skjá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Gurrý flytur sig um set
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins