fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Markaðsstofa Norðurlands skorar á stjórnvöld – Vilja aðflugsbúnað sem fyrst

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markaðsstofa Norðurlands skorar á stjórnvöld að tryggja strax fjármagn til þess að kaupa og setja upp ILS aðflugsbúnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli. Jafnframt að gerð verði áætlun, og hún fjármögnuð, um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til framtíðar svo hann geti þjónað hlutverki sínu sem varaflugvöllur og millilandaflugvöllur Norðurlands. Það felur m.a. í sér stækkun flugstöðvarinnar, stækkun flughlaðsins og að tryggja að flugvöllurinn sé sem best tækjum búinn. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Vöntun á umræddum búnaði stendur núverandi millilandaflugi fyrir þrifum. Ferðaskrifstofan Super Break, sem stendur fyrir 14 flugferðum til Akureyrar frá Bretlandi í vetur og hefur þegar hafið sölu á fleiri ferðum sem hefjast í desember 2018, hefur nú í tvígang þurft frá að hvera vegna þess að þessi búnaður var ekki til staðar. Áform annarra flugrekenda sem hafa sýnt áfangastaðnum áhuga eru alfarið háð því að þessi búnaður verði settur upp. Þetta mál þolir því enga bið.

Yfirlýst stefna stjórnvalda er að auka dreifingu ferðamanna betur um allt land. Lykilatriði til þess að svo megi verða, er að nýta flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beint millilandaflug. Þannig mun flæði ferðamanna verða mun jafnara, bæði um landið og yfir árið. Fleiri áfangastaðir á Íslandi auka vöruframboð í ferðaþjónustu á landinu og nýta betur þá innviði sem eru til staðar. Einnig gefa fleiri áfangastaðir dreifðari byggðum landsins aukna möguleika á að taka þátt í uppbyggingu ferðaþjónstu á landinu.

Markaðsstofa Norðurlands hefur í samstarfi við sveitarfélög og ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi unnið að því markvisst frá árinu 2011 að kynna Norðurland sem áfangastað fyrir millilandaflug. Samhliða markaðssetningunni hefur verið lögð áhersla á að flugvöllurinn sé tilbúinn fyrir millilandaflug og að rekstur hans sé tryggður. Ekki hefur gengið eftir að svo sé þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda þar um, en nú er svo komið að verkefni um millilandaflug eru í hættu vegna skorts á nauðsynlegum aðbúnaði á Akureyrarflugvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið