fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Framkvæmdir boðnar út á skóla- og íþróttamannvirkjum í Úlfársdal – Heildarkostnaður um 12 milljarðar

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdir við Dalskóla í Úlfarsárdal eru á fullu og er reiknað með að taka fyrsta hluta hans í notkun næsta haust.

Borgarráð ákvað á síðasta fundi að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir á skóla og íþróttamannvirkjum í Úlfarsárdal.

Framkvæmdir hafa staðið yfir við skólamannavirki í Úlfarsárdal frá árinu 2015 og var fyrsti áfanginn, 820 fermetra leikskólabygging, tekinn í notkun haustið 2016. Þessi misserin er verið að byggja grunnskólann sem er 6852 fermetrar að stærð. Skólinn verður tekinn í notkun í áföngum og er stefnt að því að fyrsti hluti hans verði tekinn í notkun í haust.

Borgarráð heimilaði nú að áframhaldandi framkvæmdir við mannvirkin í Úlfarsárdal yrðu boðin út. Hafist verður handa við að byggja menningarmiðstöð ásamt inni- og útisundlaug en einnig sameiginleg rými sem tengja grunnskólann, menningarmiðstöðina og sundlaugina. Áætlað er þessi áfangi kosti 3.300 milljónir króna sem er með stærri útboðum hjá Reykjavíkurborg.

Lagt er upp með að hefja framkvæmdir við í apríl á þessu ári.

Samningur við íþróttafélagið Fram var samþykktur í borgarráði í júlí síðastliðnum. Skipuð var sérstök byggingarnefnd með fulltrúum félagsins. Áætlað er að hönnun íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal verði lokið á þessu ári og framkvæmdir hefjist þá strax.

Áætlaður heildarkostnaður uppbyggingar í Úlfarsárdal er tæpir tólf milljarðar króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Í gær

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað

Stjórn Heimssýnar skrifar: Evrópusambandssinna svarað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið