fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 19. janúar 2018 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Guðmundsson

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone.

Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo á árunum 2005 til 2008. Þá hefur Þórir starfað mikið á vegum Rauða Krossins, bæði hér heima og erlendis, og gegndi nú síðast starfi forstöðumanns Rauða Krossins í Reykjavík.

Þann 1. desember síðastliðinn tóku Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone á Íslandi, við rekstri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is.

„Ég tel að ráðning Þóris sýni í verki metnað Fjarskipta til að reka áfram öfluga fréttastofu sem býr við ritstjórnarlegt sjálfstæði, enda er fréttamiðlun lykilþáttur í starfsemi umræddra miðla.  Þessir miðlar hafa skipað stóran sess í fréttamiðlun þjóðarinnar um langt skeið og við viljum tryggja að svo verði áfram undir forystu nýs fréttastjóra,“

segir Björn Víglundsson framkvæmdastjóri Miðla Fjarskipta.

Ráðning nýs fréttastjóra var unnin í samvinnu við Capacent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla