Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts.
Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að nýsköpun og hagvexti um leið og hún er umhverfisvæn – hún breytir þessari miklu umhverfisáskorun í eftirsóknarverða, jákvæða stefnu sem kemur öllum vel.
„Ef við umbreytum ekki plastnotkun okkar og framleiðslu, verður meira af plasti en fiski í sjónum okkar árið 2050. Við verðum að koma í veg fyrir að plast komist í vatnið okkar, matinn og jafnvel í líkama okkar. Eina langtímalausnin er að draga úr plastúrgangi með því að endurvinna meira og endurnýta. Þetta er áskorun sem borgararnir, iðnfyrirtæki og stjórnvöld þurfa að tækla í sameiningu,“
segir Frans Timmermans, fyrsti varaforseti framkvæmdastjórnar ESB.
Minna en þriðjungur af því plasti sem Evrópubúar framleiða ratar í endurvinnslu. Plastrusl er 85% af draslinu sem finnst á strandsvæðum víða um veröld. Plastefni er jafnvel farið að koma sér fyrir í lungum fólks og á matarborðinu. Það er örplast í lofti, vatni og fæðunni og áhrif þess á heilsu okkar eru óþekkt. Evrópusambandið hyggst takast á við þessi úrlausnarefni af fullri festu.
Hönnun, framleiðsla, notkun og endurvinnsla plasts eru fjögur svið sem má betrumbæta þannig að af því sé umhverfis- og efnahagslegur ávinningur. Hugsa þarf málið frá upphafi til enda keðjunnar, með nýsköpun, samkeppnishæfni og atvinnusköpun að leiðarljósi.
Nokkur markmið áætlunarinnar:
Plastáætlun ESB verður áþreifanlegt framlag til að ná 2030 Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun og til að uppfylla Parísarsamkomulagið. Hún er hluti af yfirgripsmikilli stefnu Evrópusambandsins um að koma á nútímalegu hringrásarhagkerfi í Evrópu.