fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Ný Gallup könnun: Tiltrú jarðarbúa á forystuhlutverki Bandaríkjanna aldrei mælst minni

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Samkvæmt nýjustu mælingum Gallup, hefur tiltrú fólks á forystuhlutverki Bandaríkjanna fallið hratt á heimsvísu, eftir að Donald Trump tók við embætti forseta landsins, því hún hefur aldrei verið minni. Skoðanakönnunin tekur til 134 landa og telja 30 prósent þeirra sem svöruðu að Bandaríkin væri helsta forystuþjóðin á síðasta ári, sem er hlutfallslega lægsta einkunn sem Bandaríkin hafa fengið síðan mælingar hófust.

Trump til varnar, þá hófust mælingar aðeins fyrir um áratug, en árið 2016, í stjórnartíð Barack Obama töldu 48 prósent fólks á heimsvísu, að Bandaríkin væri mesta forystuþjóðin.

Í efsta sæti er Þýskaland með 41 prósenta stuðning, næst kemur Kína með 31 prósent, þá Bandaríkin með 30 prósent og Rússland með 27 prósent.

Einnig er neikvæðni fólks í garð forystuþjóða mæld í könnuninni. Þar eru Bandaríkin efst með 43%, þá Rússland með 36%, Kína með 30% og Þýskaland með 25%.

Tiltrú fólks á Bandaríkjunum sem forystuþjóð féll mest í Bretlandi, eða um 26 prósent, en samskipti Trump og Theresu May forsætisráðherra Bretlands, hafa verið afar slæm upp á síðkastið.

Þá er svipaða sögu að segja um Kanada, nágrannaþjóð Bandaríkjanna. Í tíð Obama, 2016, voru 49 prósent jákvæð í garð Bandaríkjanna og 27 prósent sögðust neikvæð. Eftir fyrsta ár Trump í embætti, eru 24 prósent jákvæð í garð Bandaríkjanna og 58 prósent neikvæð.

Fylgi Bandaríkjanna jókst í aðeins fjórum löndum, Hvíta-Rússlandi, Ísrael, Makedóníu og Líberíu.

Óvinsældir Bandaríkjanna eru raknar til persónuleika Trump og utanríkisstefnu, sem miðar að því að slíta ýmis þau viðskipta- og pólitísku vinatengsl sem aðrir forsetar hafa byggt upp, með þeim afleiðingum að nú er til dæmis Kína stærsti viðskiptaaðili ýmissa landa í Mið- og Suður- Ameríku, sem Bandaríkin voru áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla