fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Konur brjóta blað í Atvinnuveganefnd Alþingis

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður Atvinnuveganefndar.

Atvinnuveganefnd hefur störf á morgun að loknu jólaleyfi. Nú ber svo við að eingöngu konur stýra starfi nefndarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir VG, er formaður, Inga Sæland Flokki fólksins er 1. varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki er 2. varaformaður.

 

Mun það ekki hafa áður gerst að eingöngu konur veittu þessari nefnd eða fyrirrennurum hennar forystu. Má því segja að það sé vel við hæfi að á fyrsta fundi nefndarinnar á þessu ári kynna fulltrúar Félags kvenna í atvinnurekstri starfsemi félagsins fyrir fulltrúum í atvinnuveganefnd.

 

 

Atvinnuveganefnd varð til eftir breytingar á þingskapalögum árið 2011 sem leiddu til þess að fastanefndum þingsins var fækkað úr 12 í 8. Atvinnuveganefnd fjallar um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, iðnaðar- og orkumál, nýsköpun og tækniþróun og hvaðeina sem viðkemur atvinnumálum almennt og nýtingu auðlinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla