fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Er í lagi að drekka vatnið eða er ekki í lagi að drekka vatnið?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni er sagt að maður eigi að sjóða vatnið í Reykjavík áður en maður drekkur það en svo er manni líka sagt að það sé allt í lagi að drekka vatnið. Upplýsingarnar eru heldur misvísandi. Voru veitur of seinar til að tilkynna um vatnsvandræðin eða er  þetta því líkt smámál að ekkert hefði þurft að tilkynna – stormur í vatnsglasi?

Þetta kemur auðvitað nokkuð á óvart. Maður er einhvern veginn alinn upp við það hér á Íslandi að þurfa aldrei að hafa áhyggjur af vatni – ólíkt megninu af íbúum jarðarinnar.

 

 

En það horfir til vandræða þegar hinni gosþambandi þjóð er tilkynnt að nú sé ekki framleitt kók í landinu. Geta Íslendingar verið lengi án kóks?

 

 

Sjálfur var ég sendur út, eftir að hafa drukkið hálfa könnu af vatni með þorskinum sem var í kvöldmat, til að afla birgða af vatni. Kom heim með tvo kassa af ítölsku ropvatni úr Costco. Fínna verður það ekki. Ef einhver er í vandræðum þá á ég dálitlar birgðir.

 

 

Frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins stekkur fram og vill fá skýringar. Eyþór má eiga að hann er duglegur að notfæra sér tækifærin sem bjóðast í kosningabaráttunni. Hlýtur að teljast sigurstranglegur með þessu áframhaldi. Hvað segir Dagur?

 

 

Svo er það þessi ráðstefna sem er auglýst í Fréttablaðinu í dag.  Verðmætin í vatninu. Með hinum fróðlegustu erindum eins og „Útkall, slys á vatnsverndarsvæði“ og „Mikilvægasta hráefnið í matvælaframleiðslu“ (ræðumaður frá Coca-Cola. Greinilega ekki vonum seinna að halda þennan fund.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna