fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Utanríkisráðherra segir að hverfi Reykjavíkurborgar gætu orðið sjálfstæð sveitafélög

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 15. janúar 2018 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 um helgina. Þar ræddi hann stuttlega um málefni Reykjavíkurborgar, en borgarstjórnarkosningar eru á næsta leiti og sagði Guðlaugur að ástandið í borginni væri ekki boðlegt:

 

 

 

 

 

„Þetta fer vel af stað, það er gott fólk sem er að bjóða sig fram. Fólk með reynslu og fólk sem kemur nýtt inn. Það skiptir máli að vel takist til því stóra málið er þetta, að ástandið í borginni er bara ekki boðlegt. Við þekkjum fjármál borgarinnar, þau eru í rúst. Þegar borgarstjóri fer í hverfin að sýna þjónustukannanirnar, er hann hættur að sýna samanburðinn við önnur sveitafélög og sýnir bara samanburðinn milli hverfa,“

 

Hann sagði ástandið svo slæmt, að til greina gæti komið, að hverfi borgarinnar lýstu yfir sjálfstæði, svo þau gætu tekist á við vandamálin:

„Ef menn fara ekki að skipta um kúrs og hér komi borgarstjórn sem sýnir meiri metnað og nái betri tökum á fjármálunum, veiti betri þjónustu og hætti að fullnýta hvern einasta skattstofn, þá mun bara koma alvöru umræða um sjálfstæði þessara hverfa.“

 

Heimir Már var nokkuð hissa við þessi orð utanríkisráðherra:

„..að hverfin fari að lýsa yfir sjálfstæði sem sveitafélög ?“

 

„Ef að til dæmis þessi hverfi væru sjálfstæð, þá myndu menn taka á þeim málum sem þarna kæmu upp,“

 

svaraði Guðlaugur.

 

Þetta eru vissulega stór orð hjá Guðlaugi Þór og eru þau þvert gegn stefnu ríkisins um eflingu sveitafélaga með sameiningu.

 

Eyjan leitaði til Trausta Fannars Valssonar, dósents í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, varðandi það hvernig hverfi í Reykjavík gæti öðlast slíkt sjálfstæði sem sveitafélag:

„Þetta þyrfti að gerast með lagabreytingu. Það eru til reglur um sameiningu sveitafélaga, en það eru hinsvegar ekki til reglur um uppskiptingu sveitafélaga. Í annarri málsgrein fjórðu greinar sveitastjórnarlaga númer 138/2011 segir að óheimilt sé að breyta mörkum sveitafélaga nema með lögum. Í þriðju málsgrein sama ákvæðis segir síðan að þrátt fyrir ákvæði annarrar málsgreinar þá getur ráðherra breytt mörkum sveitafélaga í tengslum við sameiningu þeirra og því er síðan lýst síðar í lögunum hvernig svona frjálsar sameiningar fara fram. Þá segir þar líka að ráðherra geti staðfest samkomulag milli sveitafélaga um tilfærslu staðarmarka þeirra á milli. Þetta hafa Reykjavík og Kópavogur gert í einhverjum tilfellum til dæmis. En ef þú ætlaðir að skipta upp sveitafélögum, þyrfti það að gerast með lagabreytingu og það hefur alveg verið gert á Íslandi, þó ég muni nú ekki dæmin svona í svipinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla