fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Enn dregst skýrsla Hannesar – Átti að koma út á morgun

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 15. janúar 2018 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mynd/DV

Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurasonar, prófessors í stjórnmálafræði við HÍ, um efnahagshrunið, sem koma átti út á morgun, hefur aftur verið frestað. Þetta staðfesti Hannes við Eyjuna í morgun.
Skýrslan sjálf er tilbúin, en Hannes sagði um miðbik nóvember mánaðar að hann ætlaði að gefa þeim sem minnst er á í skýrslunni ráðrúm til þess að koma með athugasemdir og skýra mál sitt, þar sem sumir höfðu kvartað undan því, að þeim hafi ekki gefist nægur tími til þess.

 

 
Við það tækifæri sagðist Hannes miða við tímann fram til 16. janúar, sem er á morgun.

 
Í samtali við Eyjuna sagði Hannes að skýrslan væri ennþá í yfirlestri, hann vildi veita öllum þeim sem vildu eins rúman tíma og þeir þyrftu til að koma athugasemdum sínum á framfæri.
Þá vildi Hannes ekki gefa upp dagsetningu fyrir útgáfu skýrslunnar að þessu sinni.
Skýrslan átti upphaflega að koma út árið 2015, samkvætt samningi Félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Kostnaður við skýrsluna nemur 10 milljónum og hafa 7.5 milljónir þegar verið greiddar út. Við verklok verða greiddar 2.5 milljónir. Skýrslan er á ensku og er um 315 blaðsíður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla