fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Smári McCarthy: Margir með fordóma fyrir Pírötum

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 13. janúar 2018 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy þingmaður Pírata. Mynd/Sigtryggur Ari

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir marga vera með fordóma gagnvart flokknum. Í viðtali við Smára í helgarblaði DV hafnar hann því alfarið að Píratar séu aðeins stefnulausir stjórnleysingjar sem vilji sitja fyrir framan tölvuna á borgaralaunum. Slík sjónarmið hafa komið fram í skrifum Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og Sirrýar Hallgrímsdóttur.

Þetta er upplifun sem hefur aldrei byggst á neinu öðru en fordómum. Ef fólk kæmi og sæi hvernig við störfum þá gæti það ekki komist að þessari niðurstöðu. Það er rétt að við störfum að sumu leyti allt öðruvísi en aðrir flokkar, annað er mjög hefðbundið. Við erum ekki með formann en það hefur komið til umræðu. Við erum alltaf tilbúin í samtal, ef einhver er með gagnrýni á okkur þá erum við alveg til í að fara yfir það,

segir Smári. Varðandi borgaralaunin þá væru þau sambærileg listamannalaunum. Píratar voru gagnrýndir nokkuð fyrir að útiloka samstarf með öðrum flokkum. Fyrir síðustu kosningar útiloku þeir ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og einnig samstarf við Framsóknarflokkinn í kosningunum 2016. Smári segir að það þýði ekki að Píratar vilji ekki vinna með þeim í ákveðnum málum:

„Við treystum okkur ekki til þess að fara í ríkisstjórn með þeim því við höfum séð hvernig það gengur fyrir sig. Munurinn skiptir máli, í starfinu á þinginu er maður að vinna með fólki sem maður er ósammála í sumum efnum, þannig á þetta að virka. En vegna þess að flestir flokkar sem hafa farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum hafa farið laskaðir eða ónýtir út úr því samstarfi, þetta lítur út eins og algjört ofbeldissamband, þá er vont fyrir flokk eins og okkur að ætla að vinna með honum í ríkisstjórn. Það er línan sem við drógum fyrir síðustu kosningar. Það er ekkert til frambúðar, það gæti alveg komið sá tími að við yrðum til í að fara með þeim í ríkisstjórn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?