fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Mistök að nema Ísland

Egill Helgason
Föstudaginn 12. janúar 2018 23:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir í heimi í dag heita Víkingarnir eða Vikings. Vinir mínir í Ameríku horfa á þá af miklum áhuga. Nú er verið að sýna fimmtu þáttaröðina – á alnetinu má sjá að þættirnir fá yfirleitt mjög góða dóma. Þeir hefjast í Noregi og síðan berst leikurinn víða um lönd, til Bretlandseyja, til Frakklands, inn í Miðjarðarhaf – og nú til Íslands í síðasta þætti.

Þannig gerist það að persónu sem kallast Flóki rekur til Íslands. Er nær drukknaður, bjargast, og upplifir landið eins og nokkurs konar paradís, heimili guðanna. Flóki fer aftur og segir öllum að þarna séu stórkostlegt tækifæri til búsetu á óspjölluðum stað.

Flóka dreymir um stað þar sem allir eru jafnir, en þegar hópurinn loks kemst til Íslands eru þar ekkert nema vandræði, ekkert hægt að rækta og aðkomufólkinu virðist staðurinn lítt byggilegur. Þar sem nú er komið í þáttunum er fólkið enn fast á Íslandi og tekið til við að byggja hof. Margir óttast að þeir eigi ekki afturkvæmt.

Eins og áður segir eru þættirnir feikivinsælir. Þarna koma fyrir persónur eins og Ragnar loðbrók og Göngu-Hrólfur. Sögulega eru þeir þó ekki sérlega nákvæmir – því fer fjarri. Hárgreiðsla víkinganna vekur líka athygli, þeir eru gjarnan rakaðir í hliðunum eins og hefur verið nokkur tíska undanfarin ár. Sérlegur ráðgjafi við handritsvinnuna mun hafa verið Ólafur Gunnarsson rithöfundur. Eitthvað af þáttunum hefur verið sýnt á Rúv.

Í senunni sem sjá má hér talar hinn heittrúaði Flóki við guðina – á pínulítið brogaðri íslensku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins