fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sterkur leikur að ráða Birgi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavardóttir hlýtur almennt lof fyrir að ráða Birgi Jakobsson, fráfarandi landlækni, sem aðstoðarmann sinn í heilbrigðisráðuneytinu. Þetta er vissulega óvenjulegt – að ráðherra fái til sín sem aðstoðarmann einstakling sem veit meira um málaflokkinn en hann/hún. Í flóknu ráðuneyti þar sem sterk hagsmunaöfl togast á ætti þetta að vera ómetanlegt.

Tilhneigingin í stjórnmálunum hér hefur verið þveröfug. Aðstoðarmenn hafa upp til hópa verið ungliðar, töskuberar, fólk sem er í einhverri goggunarröð – flokksmenn sem talið er að þurfi að útvega vinnu. Það er semsagt ekki verið að sækjast eftir sérfræðiþekkingu heldur einhvers konar pólitísku hliðarsjálfi.

Talsvert er af dæmum um það í seinni tíð að aðstoðarmenn hafi haft vond áhrif á ráðherra sína – jafnvel verið sífellt að koma þeim í bobba.

Þess vegna er ráðning Birgis mjög áhugaverð. Hann hefur líka talað eindregið fyrir kerfisbreytingum í heilbrigðisþjónustunni. Með því að ráða Birgi er Svandís á vissan hátt að taka undir viðhorf hans sem birtust meðal annars viðtali í Silfrinu í nóvember.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“