fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Tveir í viðbót segja nei – Borgarlína dugir varla sem kosningamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Egill Helgason
Mánudaginn 8. janúar 2018 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur það gerst síðan ég skrifaði lítinn pistil um framboðsmál Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að Jón Karl Ólafsson hefur hugsað sig um og ákveðið að fara ekki í framboð. Hið sama segir Frosti Sigurjónsson. Nafn hans kom upp í pistli hjá Birni Bjarnasyni í morgun. Björn sagði þar að Borgarlínan yrði kosningamál og hvatti Frosta til framboðs í leiðtogaprófkjörinu.

Frosti hefur verið mjög gagnrýninn á Borgarlínu, en hann sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn kjörtímabilið 2013 til 2016. Í kosningunum í október síðastliðinum var hann á lista hjá Framsóknarflokknum. Að sönnu er það nokkuð óvenjuleg hugmynd að Sjálfstæðismenn sendi Framsóknarmanni ákall um að leiða flokk sinn.

Borgarlínan er og verður umdeild. Það vantar kannski dálítið upp á að skýrt sé út hvert er eðli hennar. En sem kosningamál gæti hún reynst erfið. Það vill nefnilega svo til að Borgarlínan nýtur stuðnings allra bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Hér er til dæmis nýleg grein eftir Bryndísi Haraldsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ þar sem er lýst stuðningi við Borgarlínu og sagt að hún sé þjóðhagslega hagkvæm. Ármann Kr. Ólafsson, Sjálfstæðismaður og bæjarstjóri í Kópavogi, er formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hefur sem slíkur stjórnað fundum um Borgarlínuna.

Hér fyrir neðan er svo mynd frá því í desember 2016 þar sem var undirritað samkomulag um Borgarlínu. Það vekur athygli að allir sveitarstjórnamennirnir á myndinni eru úr Sjálfstæðisflokknum nema Dagur B. Eggertsson. Þarna eru Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs Garðabæjar, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Hér er grein sem þau skrifuðu sameiginlega af þessu tilefni, þar er reyndar Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, höfundur í stað Áslaugar Huldu.

Svo er þess að geta að í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks er líka rætt um Borgarlínu. Þar er ótvíræður stuðningur við hana:

Áfram þarf að byggja upp almenningssamgöngur um land allt og stutt verður við borgarlínu í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Það gæti orðið dálítið þungur róður í kosningabaráttunni að halda því fram að Dagur hafi tælt alla þessa Sjálfstæðismenn til fylgis við fyrirbæri sem yrði þá væntanlega eitt af aðal átakamálunum.

 

Undirritaður samningur um Borgarlínu, allt Sjálfstæðismenn nema Dagur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins