fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Unnur Brá segir nei – Leiðtogaleysi Sjálfstæðisflokksins gæti reynst þeim dýrkeypt

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 6. janúar 2018 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Brá Konráðsdóttir.

Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrum forseti Alþingis, mun ekki gefa kost á sér fyrir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarastjórakosningarnar í vor. Þetta kom fram í þættinum Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Unnur, sem er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sagðist heldur vilja vinna áfram á þeim vettvangi þó svo hún hefði vissulega áhuga á borgarmálum.

Þá sagðist Unnur Brá skilja að leiðtoga væri leitað meðal Sjálfstæðismanna í borginni, en vildi þó ekki viðurkenna að um krísu væri að ræða, en aðeins þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon hafa staðfest að þau muni gefa kost á sér í leiðtogaprófkjörið.

Það er mál manna að þeir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem fyrir eru í borginni, séu ekki til þess fallnir að ógna Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að ráði þann 26. maí næskomandi og því standi öll spjót úti við að finna einhvern með nægilegan kjörþokka til að keppa við krullur Dags. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið á niðurleið í borginni frá árinu 1994 og hlaut sína verstu útreið árið 2014, er flokkurinn náði aðeins inn fjórum mönnum.

Hafa ýmsar hetjur verið nefndar til sögunnar sem leitt gætu lista flokksinns. Illugi Gunnarsson, Páll Magnússon, Gísli Marteinn og Eyþór Arnalds, sem og Ásdís Halla Bragadóttir og Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi. Þá hefur einnig verið nefndur til sögunnar Jón Karl Ólafsson, framkvæmdarstjóri hjá ISAVIA.

Ekkert af þessu ágæta fólki er hinsvegar líklegt að svo stöddu og hafa margir borið til baka meintan áhuga á starfinu. Þá vill Davíð Þorláksson, fyrrum formaður SUS, að Sjálfstæðisflokkurinn gefi  það út að auðglýst verði eftir borgarstjóra nái flokkurinn meirihluta, því eins og staðan sé í dag, þá: „virðist ekki vera eftirspurn eftir þeim sem eru í framboði og ekki framboð af þeim sem eftirspurn er eftir“ eins og hann komst svo vel að orði í pistli sínum í Viðskiptablaðinu.

En tíminn er knappur, frestur til framboðs í leiðtogakjörið rennur út í næstu viku. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því þrjá valkosti. Í fyrsta lagi að halda óbreyttri stefnu og láta leiðtogakjörið ráða för, sem gæti skilað flokknum verstu útreið í sögunni, jafnvel undir 20% fylgi.

Í öðru lagi, finna í flýti guðumlíkan frambjóðanda sem rifið gæti flokkinn upp á þjóhnöppunum og sett verulegt strik í reikninginn með reynslu sinni og kjörþokka. Slíkt verður þó að teljast ólíklegt, nema að eitthvað sé til í þeim orðrómi að Davíð Oddson sé að hætta í Hádegismóum í tilefni af sjötugsafmæli sínu þann 17. janúar, tíu dögum fyrir leiðtogakjör flokksins.

Þriðji valkosturinn er tillaga Davíðs Þorlákssonar um að auglýsa eftir borgarstjóra, sem verður að teljast sú raunhæfasta ætli flokkurinn sér að endurheimta traust borgarbúa.

Orð innheimtufyrirtækjanna virðast því eiga vel við að þessu sinni gagnvart Sjálfstæðisflokknum:

Ekki gera ekki neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi