fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Er verið að banna allt?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varaþingmaður Pírata setur þetta skilti á Facebook síðu sína. Ég held hún sé að vísa í hugmyndir sem fram eru komnar um að banna flugeldasprengingar eins og tíðkast hér á áramótum. Reyndar er ekki margt sem bendir til þess að slíkt myndi fá brautargengi, þrátt fyrir alla mengunina – ærið var allavega magn flugelda, blysa og skotterta sem var kveikt í á gamlárskvöld.

En þetta er dálítið skrítin kenning að voða margt sé bannað í samtímanum. Ég hneigist að minnsta kosti til þess að bera þetta saman við það Ísland sem ég ólst upp á.

Þá var bannað að drekka bjór. Það var bannað að hafa hunda í Reykjavík. Það var mestanpart bannað að kaupa gjaldeyri. Um skeið var sjoppum bannað að afgreiða viðskiptavini innandyra. Það var bannað að hafa skemmtistaði opna nema rétt fram yfir miðnætti. Og bannað að selja vín á miðvikudögum. Það mátti ekki setja stóla fyrir utan veitingahús. Götutónlistarmenn voru miskunnarlaust reknir burt. Þegar opnaði pylsuvagn í Austurstræti þótti það vera stórviðburður að slíkt skyldi leyft. Og af því Ísland var útnári var manni bannað að vinna annars staðar í Evrópu.

Að maður tali nú ekki um öll boðin og bönnin kringum kynlífið. Allt það sem mátti ekki ræða eða færa í orð.

En hvað varðar flugeldana þá voru þeir ekki líkt því jafn öflugir og nú er. Skottertur þekktust ekki, en þeir þóttu góðir sem komust yfir skiparakettur sem flugu hátt og lýstu vel. Notkun þeirra á gamlárskvöld var þó ekki vel séð. Þetta voru reyndar aðrir tímar, það var nánast óþekkt að almenningur væri að þvælast um fjöll og firnindi um hávetur, þótti tíðindum sæta ef einhver fór inn í Þórsmörk.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“