fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Verðlag í hæstu hæðum og alls staðar verið að byggja

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 19:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefurinn víðlesni Business Insider birtir samantekt um þrettán staði sem sagt er að túrismi sé að eyðileggja. Þarna eru Feneyjar sem er sagt að séu að sökkva. Dubovnik þar sem stendur til að setja takmörk á hversu margir ferðamenn mega heimsækja gömlu borgina. Conzumel í Mexíkó sem er næst vinsælasti áfangastaður skemmtiferðaskipa í heiminum. Barcelona þar sem íbúarnir fyrirlíta núorðið ferðamenn. Og svo eru á listanum New York, Machu Picchu, Santorini, Róm, Prag, Amsterdam og Kúba – þar segir að vegna ferðamennskunnar hafi orðið vart við matarskort meðal innfæddra sökum þess að verð á matvöru hefur hækkað mjög.

Og svo er það auðvitað Reykjavík. Borgin birtist núorðið á nær öllum listum um of mikla ferðamennsku. Segir að þrátt fyrir að túrismi hafi verið mikilvæg innspýting fyrir hagkerfið, þá hafi hann þrýst verðlagi upp í hæstu hæðir og það sé alls staðar verið að byggja.

Nú er spurning hvort svonalagað hafi einhver áhrif, en það verður að segjast eins og er – tæplega er þetta mjög góð auglýsing fyrir ferðamannalandið Ísland.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“