Hér má sjá framboðslista úr fortíð, þegar mikil virðing þótti fylgja því að sitja á Alþingi og máttarstólpar samfélagsins röðuðust á framboðslista – ekki síst hjá Sjálfstæðisflokknum.
Þetta er listinn úr Suðurlandskjördæmi í kosningunum 1967. Þá leiddi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisnarstjórnina og réð lögum og lofum í íslensku samfélagi.
Í fyrsta sæti er héraðshöfðingi, Ingólfur Jónsson frá Hellu. Hann var landbúnaðarráðherra og engum hefði látið sér í hug koma að reyna að fella hann. Ingólfur bjó reyndar í Ásvallagötunni, var nágranni minn, hann var karl með hatt, alltaf frekar strangur á svipinn, og gaf sig aldrei að börnum. Þannig var hann ólíkur nágranna sínum Framsóknarmanninum Vilhjálmi Hjálmarssyni sem var mjög alþýðlegur.
Næst kemur annar alþingismaður, sá úr Vestmannaeyjum, síðan bændahöfðingi og svo sjáum við tvo sóknarpresta, kaupfélagsstjóra, verslunarstjóra og skrifstofustjóra.
Ein kona fær að vera með, neðarlega á listanum.