fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Utanríkisráðherra meðal harðra Brexit-manna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. september 2017 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það náttúrlega situr starfsstjórn á Íslandi, en ríkisstjórn telst það nú samt vera. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fer til Bretlands á fund hjá hugveitunni Institute for Free Trade.

Hugveita þessi er að nokkru leyti eins og pólitískur stökkpallur fyrir Boris Johnson – það má sjá að hann er ekki búinn að gefa upp á bátinn að verða formaður Íhaldsflokksins – og hins vegar er hún vettvangur fyrir þá sem vilja hart Brexit.

 

 

Helsti forystumaðurinn er Daniel Hannan, hann er þingmaður á Evrópuþinginu, harður andstæðingur Evrópusambandsins og einn helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Brexit.  Hannan þykir mjög langt til hægri í stjórnmálum, en hann var í fréttum fyrir nokkru vegna þess að hann hafði eytt af Twitter-reikningi sínum harðorðum færslum um Donald Trump. En það var áður en varð útlit fyrir að Trump yrði forseti. Þetta er úr tímaritinu Private Eye.

 

 

Hannan hefur oft komið til Íslands og er persónulegur vinur Guðlaugs Þórs.

Í þessari frétt í Guardian má lesa um Boris Johnson og stofnun þess. Þar er það túlkað svo að Johnson sé augljóslega að storka Theresu May með því að bjóða þessum hópi inn í sjálft utanríkisráðuneytið. Það er svo haft eftir Hannan að hann sé andsnúinn varfærinni nálgun forsætisráðherrans, en hvetji til þess að Bretar fylgi fordæmi Singapore varðandi markaðsfrelsi.

Það er dálítið skondið að fundurinn var haldinn í rými sem kallast Colonial Map Room.

Þversögnin í þessu er sú að Íslendingar eru aðilar að EES samningnum. Í Bretlandi er hann reyndar oftast kallaður „norska módelið“, enda ljóst að Íslendingar eru í eftirdragi Norðmanna í EES. Maður heyrir það nánast aldrei lagt til að Íslendingar segi sig úr EES samningnum.

Fyrir hina hörðu Brexit-menn sem Guðlaugur Þór utanríkisráðherra átti stund með í Lundúnum væri innganga Breta í EES eða eitthvað af því taginu hins vegar algjör svik.

Hér má heyra ræðu Guðlaugs Þórs á fundi Institute of Free Trade.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“