fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Flokkakraðak

Egill Helgason
Mánudaginn 25. september 2017 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég tek skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar þar sem Vinstri græn höfðu meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með ákveðnum fyrirvara. Fylgi hefur tilhneigingu til að rata heim til Sjálfstæðisflokksins. Á sinn hátt var ekki síst merkilegt hvernig Morgunblaðið sló upp skoðanakönnuninni með fimm dálka stríðsfyrirsögn og þriggja dálka mynd, nánast plakati, af Katrínu Jakobsdóttur.

Hver eru skilaboðin í því?

Það hefur aðeins einu sinni gerst í lýðveldissögunni að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkurinn, það var í kosningunum 2009, eftir hrunið, þá var Samfylkingin talsvert stærri en hann.

En vissulega er allt upp í loft nú fyrir kosningarnar. Flokkur fólksins ryðst fram með Ingu Sæland og svo er tilkynnt um framboð með Sigmund Davíð Gunnlaugsson í forystu.

Það gæti farið að heilir níu flokkar næðu manni inn á þing. Þá erum við að tala um að fylgið dreifist mjög. Einhver af flokkunum ekki náð tilskildum atkvæðafjölda, en ef svo fer að þeir ná allir inn er möguleiki á að verði 6-7 flokkar sem hafa örfáa þingmenn. Það yrði meira flokkakraðak á þingi en hefur nokkurn tíma sést áður.

Þetta veltur náttúrlega á ýmsu. Það er ákveðin hætta á því að annað hvort Björt framtíð eða Viðreisn detti af þingi. Samfylkingin er ekki örugg. Við vitum ekki hvaða hljómgrunn framboð Sigmundar fær – hversu mikið tekur hann frá Framsókn og snúa kannski einhverjir hugsanlegir kjósendur Flokks fólksins sér að Sigmundi?

Stjórnarmyndun gæti orðið býsna snúin við þessar aðstæður. Ein kenningin er sú að nú þegar Sigmundur er á braut standi Framsóknarflokknum allar dyr opnar, bæði til vinstri og hægri. Þannig var Framsóknarflokkurinn í eina tíð, opinn í báða enda. Bjarni Benediktsson segist bara vilja vinna með öflugum stjórnmálaflokkum með góðar rætur og sögu – þá koma varla aðrir til greina en Vinstri græn og Framsókn (varla á hann við Samfylkingu?).

Fyrir Vinstri græn er það sumpart hið vandræðalegasta mál hvað flokkurinn á að gera eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn vill stjórn með VG – fer ekki leynt með það. VG þorir ekki að gefa í skyn að slíkt sé á dagskrá, en útilokar heldur ekki neitt. En flokkafjöldinn á þingi verður eins og segir hér að ofan getur farið svo að fátt annað komi til greina.

VG hefur verið mjög hikandi gagnvart Pírötum, samstarf við Flokk fólksins eða Sigmund kemur varla til greina. Viðreisn og VG virka eins og pólitískar andstæður. Hinir eðlilegu samstarfsflokkar Katrínar og VG eru í raun Samfylking og Framsókn – líkt og var forðum tíð þegar kommar, kratar og Framsókn unnu saman í stjórnum. Það er hins vegar afar ólíklegt að þessir flokkar fái nægt fylgi til að mynda meirihluta.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“