fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Merkel heldur velli – næst er Austurríki

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. september 2017 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skuggaleg eru þau tíðindi að hægriöfgaflokkurinn AfD eða Valkostur fyrir Þýskaland skuli fá 13 prósenta fylgi í kosningum í Þýskalandi. Í gamla Austur-Þýskalandi fær hann ennþá meira, þar fer fylgið upp í 23 prósent. Maður hlýtur reyndar að spyrja hvers vegna stjórnmálakúltúrinn er með þessum hætti í gömlu ríkjum Austurblokkarinnar, þar eiga hægriöfgar greiða leið til kjósenda – í Ungverjalandi, Póllandi, Slóveníu og víðar. Varð eitthvert sálrænt tjón þarna á tíma kommúnismans sem ekki hefur enn verið bætt?

AfD fær 86 sæti á þýska þinginu og verður þriðji stærsti flokkurinn. Þetta er ekki geðslegur söfnuður. Alexander Gauland, einn helsti leiðtogi flokksins, sagði um daginn að Þjóðverjar ættu að vera stoltir af framgöngu hermanna sinna í heimsstyrjöldunum tveimur.

Þjóðverjar, aðallega þó Vestur-Þjóðverjar, hafa löngum getað haldið í lexíur stríðsins – sem eru þær að hermenn undir merkjum Þýskalands réðust inn i hvert ríkið á fætur öðru í grimmilegu morðæði, þar sem helstu fórnarlömbin voru gyðingar, sígaunar og slavar – og svo ótalmargt annað fólk.

Merkel og Kristilegir demókratar sigra ekki í kosningunum, það er frekar hægt að segja að þau haldi velli. Flokkurinn tapar fylgi en áfram stærstur. Sósíaldemókratar tapa stórt og vilja ekki halda áfram í ríkisstjórn. Merkel bíður þess að mynda ríkisstjórn með Frjálsum demókrötum og Græningjum. Slíkt stjórnarmynstur hefur ekki verið reynt áður. Það má kannski vona að einhver breyting verði á efnahagsstefnu Merkel sem hefur gengið út á að Þýskaland hafi gríðarlega hagstæðan viðskiptajöfnuð, mikinn afgang af fjárlögum – eyði helst eins litlu og hægt er. Þetta veldur margháttuðum erfiðleikum fyrir Evrusvæðið, sérstaklega ríkin í Suður-Evrópu, og er farið að bitna mikið á innviðum í Þýskalandi sjálfu.

Næst mun Evrópa horfa til kosninga í Austurríki. Þær fara fram 15. október. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er Frelsisflokknum (FPÖ) svokallaða spáð hátt í 25 prósenta fylgi. Naumlega tókst að afstýra því að frambjóðandi Frelsisflokksins yrði forseti Austurríkis. Í Austurríki er líkt og hefur verið í Þýskalandi stór samsteypustjórn Sósíaldemókrata og hægri manna (SPÖ og ÖVP), en þar kemur kanslarinn Christian Kern úr flokki krata.

Þótt fylgi FPÖ sé mikið hefur það dregist nokkuð saman síðan 2016 en þá fór flokkurinn vel yfir 30 prósentin í skoðanakönnunum. Nú er það hægri flokkurinn ÖVP sem er efstur í könnununum með 33 prósent.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður