fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Þegar ég þóttist sjá fljúgandi furðuhlut

Egill Helgason
Föstudaginn 22. september 2017 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er stórkostleg loftmynd af Reykjavík eins og hún var 1977. Takið eftir því að þarna er trjágróðurinn enn ekki farinn að ná sér almennilega á strik. Það er skrítið hversu trjábyltingin gerðist hratt. Þetta er Hagatorg, Háskólabíó, Hótel Saga/Bændahöllin, Þjóðminjasafnið og horft yfir gamla kirkjugarðinn – nei, ekki Hólavallakirkjugarð, það nafn kann ég ekki að nota verandi alinn upp í hverfinu.

Bensínstöðin á Birkimelnum er ekki orðin það ferlíki sem hún varð síðar og Þjóðarbókhlaðan er ekki risin. Sjálfum hefur mér alltaf fundist það fremur ljót bygging, klunnaleg og undarlega breið – enda er einn helsti gallinn við hana að þangað inn berst aldrei frískt loft heldur andar fólk að sér í gegnum loftræstingakerfi sem ég held að geti ekki verðið hollt til lengdar.

Þarna eru nokkrir af fótboltavöllum æsku minnar. Þeir eru flestir horfnir. Við spiluðum á túninu við hliðina á Melavellinum, stundum inni á Melavellinum sjálfum og oft á túninu milli Þjóðminjasafnsins og Háskólans. Það eru ekki margir staðir í Vesturbænum lengur þar sem er hægt að sparka bolta.

Myndin er tekin rétt áður en Melavöllurinn var fjarlægður. Það þurfti svosem ekki meira en að rífa girðinguna í kringum hann, stúkuna sem var orðin hrörleg og smáhýsið þar sem búningsklefarnir voru. Mér sýnist að flóðljósin sem voru á Melavellinum séu á bak og burt þarna.

Einu sinni var ég að labba meðfram Melavellinum í myrkri og þóttist viss um að ég sæi fljúgandi furðuhlut. Ég var mjög spenntur, eiginlega fyr og flamme,  en á endanum reyndist þetta bara vera glampi efst í flóðljósinu sem var færst.

Ég var skotinn í stelpu sem bjó á Dunhaganum. Bjó á Ásvallagötu og labbaði oft þessa leið. Það var einmitt árið 1977. Svo ef ártal myndarinnar er rétt gæti vel verið að ég sé einhvers staðar á henni.

Myndin var sett inn á vefinn Gamlar ljósmyndir og sagt að hún væri úr tímaritinu Samvinnunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður