fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Vakið yfir velferð barna, lýsisgjafir og fleira

Egill Helgason
Laugardaginn 2. september 2017 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var barn í skóla fyrir fimmtíu árum var ýmsilegt gert til að efla heilsu nemenda og fylgjast með því að þeir væru hraustir. Einna eftirminnilegastir eru berklaplástrarnir sem voru settir á bringu barnanna, að mig minnir hvert ár. Einn vinstra meginn og einn hægra megin og svo eitthvert efni undir sem maður vissi ekki hvað var. Svo voru plástrarnir rifnir af – sum börn lentu í að fara upp á Heilsuverndarstöð í nánari skoðun, mér finnst eins og ég hafi farið þangað einu sinni í röntgenmyndatöku.

Það var stungið blýnanti undir ilina á manni og þeir sem reyndust vera með plattfót voru sendir í sérstaka meðferð við slíku. Þurftu líklega að kreppa fótinn í gríð og erg. Einn skólafélagi minn lenti í því og við vorkenndum honum.

Sumir voru líka sendir í ljós upp á heilsuverndarstöð, sátu þar með hlífðargleraugu við sólarlampa. Það þótti ekki spennandi heldur að lenda í því.

Ég er sem betur fer of ungur til að muna tímann þegar lýsi var hellt upp í börn úr könnu. Lýsi þótti vera meðal gegn flestum meinum Þessi mynd birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir. Lýsið var volgt og það var hellt af miklum krafti, jafnvel þangað til flóði upp úr munni barnsins. Ég er frekar klígjugjarn og þegar ég var kominn í skóla voru sem betur fer komnar ágætlega bragðgóðar lýsistöflur.

En það þurfti líka að huga að annars konar heilsufari. Flámæli var miskunnarlaust útrýmt á Íslandi og það var næstum horfið þegar ég var barn. Samt skilst mér að flámælt eldri kona hafi verið fóstra mín á leikskólanum Hagaborg. Það varð jafnvel vart við að ég kæmi heim með vott af flámæli.

Svo má spyrja hvort einhver kannist við konuna sem gengur svo hraustlega til verks við lýsisgjöfina á myndinni – og börnin sem er hellt upp í.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti