fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Kosningarnar 28. október – hverjir eru í stuði?

Egill Helgason
Mánudaginn 18. september 2017 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef kosið verður 28. október verður kjörtímabilið sem nú stendur yfir innan við eitt ár – en það munar bara einum degi, kosningarnar 2016 voru 29. október.

Þetta er ansi bratt. Það eru ekki nema fjörutíu dagar sem flokkarnir hafa til að koma saman framboðslistum og heyja sína kosningabaráttu.

Flokkarnir eru misvel undirbúnir. Sjálfstæðisflokkurinn setur sína vél í gang með nokkurn veginn óbreyttum listum frá því síðast. Vinstri græn eru til í kosningar, þau telja að þau geti bætt hressilega við sig. Framsóknarflokkurinn hefur verið í hálfgerðu reiðileysi á þessu kjörtímabili en gæti bætt við sig fylgi og styrkt stöðu sína aðeins.

Aðrir flokkar segjast vilja kosningar, en manni finnst hljóðin frá þeim ekki mjög sannfærandi. Píratar eru undanskildir, þeir lýsa opinberlega yfir efasemdum um að kjósa aftur. Björt framtíð sprengdi ríkisstjórnina og flokksmenn vona sjálfsagt að þeir njóti þess. Viðreisn þarf að reyna að marka sér sérstöðu frá Sjálfstæðisflokknum eftir ríkisstjórnartímann. Sjálfstæðismenn munu hamast á því að þetta séu smáflokkar sem ekki eru traustsins verðir.

Nánast öll forysta Samfylkingarinnar heltist úr lestinni í síðustu kosningum. Það er varla vænlegt til árangurs að reyna aftur með sama fólk. En hverjir koma þá í staðinn?

Munu kosningar breyta einhverju? Bjarni Benediktsson segist vilja tveggja flokka stjórn eftir kosningar. Ekki er sérlega líklegt er að það gangi eftir. Sennilegast er er að aftur þurfi að mynda a.m.k. þriggja flokka stjórn. Flokkur fólksins gæti skipt sköpum. Og svo mega flokkarnir á vinstri vængnum kannski ekki við því að styggja Framsóknarflokkinn ef þeir ætla að eiga möguleika á að komast í ríkisstjórn.

Gunnar Smári Egilsson veltir því fyrir sér á Facebook hvaða flokkar séu í stuði (ætlar Sósíalistaflokkur hans að bjóða fram?) En er þjóðin í stuði fyrir kosningar?

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka