fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Segja að þeim hafi tekist að semja frá Mexíkómúrinn

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 14. september 2017 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nancy Pelosi þingmaður Demókrata. Mynd/EPA

Leiðtogar Demókrata á Bandaríkjaþingi segja að þeim hafi tekist að semja við Donald Trump Bandaríkjaforseta um að koma í veg fyrir að þúsundir óskráðra innflytjenda verði vísað úr landi. Þar að auki segja þingmennirnir Nancy Pelosi og Chuck Schumer að tekist hafi að semja við Trump um að aðskilja málefni innflytjenda frá áætlun Trump um að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Trump snæddi kvöldverð með þingmönnum Demókrata, stjórnarandstöðunnar, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Greint er frá því á vef BBC að fyrr í þessum mánuði hafi Trump hætt við Daca-áætlun forvera síns í embætti, Barack Obama, sem verji óskráða innflytjendur sem komu til Bandaríkjanna sem börn frá því að vera vísað úr landi, eru þeim einstaklingar kallaðir Dreamers eða draumórafólk Vestanhafs, en sú áætlun nær til rúmlega 800 þúsund manns.

Við sömdum um að festa í sessi Daca og um að setja saman frumvarp sem nær aðeins til landamæravarna, en ekki múrsins, sem báðir aðilar geta sætt sig við,

sagði Pelosi í kjölfar kvöldverðarins. Sarah Sanders talskona Hvíta hússins ítrekaði svo afstöðu Trump:

Forsetinn hefur tekið það skýrt fram að hann mun halda áfram að berjast fyrir múrnum, ekki bara sem hluti af þessu samkomulagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?