Kannski er þetta ekki sérlega fréttnæmt, en franska stórblaðið Le Figaro skýrir frá því á vef sínum að Francois Fillon, frambjóðandi í forsetakosningunum í Frakklandi hafi sést nakinn á Íslandi.
Fillon þótti um tíma sigurstranglegastur í kosningunum, en svo lenti hann í hneykslismálum og tapaði fylgi. Fillon er hægri maður og þykir nokkuð stífur, sést sjaldan án þess að vera í jakkafötum með bindi. Hann var líka forsætisráðherra Frakklands á árunum 2007 til 2012.
Samkvæmt frásögn Le Figaro var hann á ferðalagi á Íslandi, nakinn í sturtuklefa – líklega við Bláa lónið – þar sem frönsk fjölskylda var líka á ferð. Hún bar kennsl á Fillon. Annars fréttist lítið af ferðum hans hér á landi.
Myndbandið með frétt Le Figaro má sjá hér fyrir neðan. Hvað sagði Bob Dylan ekki í laginu:
Even the president of the United States
Sometimes must have to stand naked
https://www.youtube.com/watch?v=es7rUw4PyR8